Sjálfstæðisflokkurinn vill einkvæða Rúv

Það kom núna fram hjá Pétri Blöndal þingmanni Sjálfstæðisflokksins að hann vill hlutafélagavæða og selja Rúv til einkaaðila. Þessi hugmynd hjá manninum er alger hörmung, enda er mikil þörf á því að hafa almannaútvarp og sjónvarp sem er óháð markaðinum og þeirri gróðahyggju sem þar ríkir. Þetta einkavæðingaræði sem er í gangi hjá ríkisstjórnarflokkunum núna er hættulegt þjónustufyrirtækium sem ríkið rekur, en Rúv er þjónustufyrirtæki fyrir almenning samkvæmt skilgreingu í lögum um Rúv.

Og Pétur Blöndal grípur mikið fram í þessum þætti á nfs, og hann snýr útúr þeim spurningum sem beint er að honum. Og hann er með gróða á heilanum, og virðist ekki hugsa um neitt annað. Enda vill hann einkavæða Rúv, til þess að græða.