Ólöglegt eftirlit hjá Stef með umferð á internetinu

Í morgunþættinum Ísland í Bítið kom fram hjá lögfræðingi Stefs að Stef væri að senda inn upplýsingar til ríkislögreglustjóra um það fólk sem væri að ná í tónlist af internetinu. Þannig vöktun á umferð á internetinu er ólöglegt samkvæmt fjarskiptalögum, enda er bannað að hlusta á samskipti fólks, hvort sem er yfir síma eða internet. Nema þá með heimild dómara og þá má lögreglan eingöngu framkvæma þannig eftirlit.

Samtök höfundarrétthafa eru komin útá mjög hálan ís með þessu athæfi sínu og eiga á hættu að verða lögsótt fyrir ólöglegt eftirlit með fjarskiptum á Íslandi.

One Reply to “Ólöglegt eftirlit hjá Stef með umferð á internetinu”

  1. Held að þessar aðgerðir sem svokölluð yfirvöld okkar ástkæra lands séu æ meira að halla sé í fasiska stjórnunarhætti.
    Samanber þetta hér.
    Björn Bjarna og fasisminn, 12 merki fasiskra stjórnarhátta.
    http://alvaran.com/forum/index.php?showtopic=2546
    8. Fjölmiðlum stjórnað.
    Eftirlit með fjölmiðlum –
    Stundum er fjölmiðlum stýrt beint af ríkisstjórninni af klaufalegum undirtyllum.
    Á öðrum tímum eru það viðkunnalegir innanfélagsmenn sameiginlegs fjölmiðils sem að mótar stefnuna óbeint og þess vegna faglegri.
    Reglulega eru ímyndanir/myndir spunnar upp sem “fréttir” og eru kynntar með öndina í hálsinum og með leiftrandi fyrirsögnum.
    Æfð þula af fastheldinni endurtekningu gerir jafnvel augljósustu lygi mjög ásættanlega með tímanum.
    Með ásetningi verður málfarið sjálft og starfsfólkið ákaflega samdauna og mun framfylgja því að ýta almennum skoðunum “ út úr aðal umræðunni”.
    Allar umræður sem eftir eru, lúta skilmálum og eru naumlega útskýrðar, til hagsbóta fyrir stjórnina. Auðveldara verður að hafa yfirsýn með þeim sem eru ósammála og frábrugðnir.
    Ritskoðun og “sjálf-ritskoðun “, sérstaklega á stríðstímum er algeng.

Lokað er fyrir athugasemdir.