Hættuleg hola í þjóðveginum um Vatnsskarð

Um þjóðveginn sem liggur um Vatnsskarð er hættuleg hola, með hvössum brúnum sem hefur valdið því að dekk hafa sprungið á bílum sem hafa keyrt í hana. Og nokkrum sinnum hefur legið við slysi.

Þetta er lýsing sem hægt er að finna í frétt á vísir.is

Ég var bara heppinn að fara ekki út af og velta bílnum út í skurð, segir Birgir Örn. Ég var með tvö ungbörn í bílnum og einn ungling og því hefði getað farið mjög illa. Aðstæður voru þokkalegar þegar ég lenti í holunni, sem er djúp með hvössum brúnum. Ég sprengdi bæði dekkin vinstra megin. Felgurnar beygluðust og eru ónýtar. Þetta er að minnsta kosti hundrað þúsund króna tjón en það ar svo sem aukaatriði. Það sem skiptir máli er að við sluppum ómeidd.

Hægt er að lesa alla fréttina um þetta mál hérna.