Ætlar Norður Kórea í stríð við Suður Kóreu ?

Norður Kórea dró sig úr vopnahlés samkomulagi þann 27 Maí 2009, sem hefur gilt á milli Norður og Suður Kóreu síðan 1953. Þegar samið var um vopnahléið á sínum tíma, þá var vopnahléslínan dregin þar sem landamæri Norður og Suður Kóreu liggja í dag. Þegar Norður Kórea dróg sig úr þessum vopnahléssamkomulagi, þá þýðir það að Norður Kórea hefur hafið aftur formlegt stríð við Suður Kóreu og Bandaríkin. Það er hinsvegar óljóst hvort að Norður Kórea mun efna til átaka við Suður Kóreu og Bandaríkin eins og þeir hafa hótað að gera.

Nánar um Norður Kóreu.

Það er staðreynd að Norður Kórea hefur fjórða stærsta her í heimi, en í honum eru rúmlega 1,4 milljónir hermanna. Ásamt því er Norður Kórea með lofther og herflota af skipum.

Í umfjöllun sérfræðinga hefur komið fram að ef Kínverjar höfðu einhver áhrif í Norður Kóreu, þá virðist sem að þau áhrif séu gjörsamlega horfin í dag og ólíklegt að Norður Kórea muni hlusta á Kínverja, til þess að draga úr spennunni á svæðinu. Enda kemur stríð á þessu svæði Kínverjum afskaplega illa. Í fyrra er talið að Kim Jong-il hafi fengið heilablóðfall og hafi verið hætt komin, staða hans í dag er óþekkt. Það er einnig óþekkt hvort að hann sé á lífi í dag, það er þó talið líklegt. Sérfræðingar óttast einnig að þegar Kim Jong-il falli frá, þá geti það leitt til stríðs. Enda er ekki neinn augljós arftaki að leiðtogasæti Kim Jong-il, og ríkisstjórnin í Norður Kóreu er hernaðarríkisstjórn með herafla á bak við sig.

Næstu dagar, jafnvel klukkutímar munu útskýra hvað mun gerast á Kóreu skaganum. Hvort að Norður Kórea sé á leiðinni í stríð eða ekki.

Nánari upplýsingar.
South Korea and U.S. Raise Alert Level
North Korea Will Never Disarm

Myndir frá Norður Kóreu.
Peering into North Korea

[Uppfært klukkan 21:54 þann 28 Maí 2009]