Óvinsælar ákvarðanir

Það eru margir brjálaðir yfir skattahækkunum dagsins í dag. Viðkomandi væri að nær að staldra við og hugsa málið, og athuga afhverju Ísland er komið í þessa stöðu sem við erum í dag. Þetta er engin tilviljun og þetta er alls ekki neitt slys að ástandið skuli vera svona í dag. Þetta er allt saman vegna þess að sú hugmyndafræði sem var rekin á Íslandi eftir árið 1995 hrundi til grunna, og flokkanir sem stóðu að þessari hugmyndafræði hafa ekki viljað taka ábyrgð á sínum eigin verkum. Almenningur lét annan þessara flokka taka ábyrgð á verkum sínum í Alþingiskosningum, það er bara hinsvegar ekki nóg.

Staðan í dag er grafalvarleg. Það hefur komið fram að Íslenska ríkið skuldar í dag rúmlega 1400 milljarða, landsframleiðslan hefur verið 1300 milljarðar undanfarin ár. Væntanlega er landsframleiðslan eitthvað minni núna en undanfarið. Íslenska ríkið skuldar því margfalt meira núna en sem nemur landsframleiðslunni. Eitthvað af þessum skuldum mun hverfa þegar bankamálin verða leyst og lánin frá IMF verða endurgreidd, sem og önnur gjaldeyrislán sem Seðlabanki Íslands hefur tekið.

Síðustu ár hefur verið rekin lágskattastefna á Íslandi, fyrir hina tekjuháu. Hinn almenni borgari hefur hinsvegar þurft að sæta miklum skattahækkunum af hendi sjálfstæðisflokks og framsóknarflokksins, samkvæmt OECD þá er skattahlutfallið á Íslandi það langhægsta innan OECD landana. Þessar skattahækkanir voru í boði sjálfstæðis og framsóknarflokksins, á sama tíma hefur verið dregið úr skattheimtu á hina tekjuhærri í þjóðfélaginu og fyrirtæki.

Á næstunni þarf að taka margar óvinsælar ákvarðanir. Því miður eru tímanir þannig að það er ekki hægt að gera neitt annað.

Fólk á að senda sökina þangað sem hún á heima, til sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins. Þetta er þeirra sök, núna þurfa aðrir að þrífa til og endurbyggja upp úr rústunum sem þeir skyldu eftir sig.

Áður en fólk missir sig, þá veit ég alveg að Samfylkingin var í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum. Í heila 18 mánuði, sem breytir ekki miklu miðað við að undanfarin að hruninu var í raun 17 ár rúmlega og þær ákvarðanir sem voru teknar á því tímabili.