Ritskoðunarárátta á Íslandi

Það má sjá í fréttum í dag að fjarskiptafyrirtækin á Íslandi eru komin með ritskoðunaráráttu. Bæði Vodafone og Síminn.

Lokun þessara fjarskiptafyrirtækja á vefsíðuna ringulreid.org er ólögleg, samkvæmt stjórnarskrá Íslands.

73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1)

Ólíkt því sem haldið hefur verið fram í fréttum, þá hefur þessi vefsíða aldrei innihaldið barnaklám. Sá fréttaflutningur er óábyrgur og á ekkert skylt við raunveruleikan. Þarna er vissulega ýmislegt ósmekklegt að finna, en ekki barnaklám. Á umræddri vefsíðu er skýrt tekið fram að hún sé bönnuð innan 18 ára. Umrædd vefsíða tilheyrir svokölluðum Chan vefsíðum á internetinu, þær eru allar ósmekklegar en misjafnlega mikið þó. Póstum er víst eytt út sjálfkrafa á þessari vefsíðu og þetta svæði er algerlega nafnlaust.

Ég tek það fram að ég kem ekki nálægt rekstri þessar vefsíðu og ég hef ekki hugmynd um hver með hana. Ég tek þetta fram, vegna þess að ég veit að þarna úti eru mörg fífl sem taka ekki rökum og eru í raun ekkert nema fasistar upp til hópa. Það eru einnig bara barnalegir Íslendingar sem loka á svona vefsíður.

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að komast fram hjá þessari lokun fjarskiptafyrirtækjanna þá er vert að benda á OpenDNS og síðan Tor proxy netið.

Síminn vísar vefsíðunni í núll rútu þannig að ekkert svar fæst, vegna þess er notkun á Tor nauðsynleg. Ég veit ekki hvernig Vodafone blokkar vefsíðuna.