Erlend útibú MP banka á ábyrgð Íslenskra skattgreiðenda

Fyrir þá sem ekki tóku eftir því, þá virðist sem svo að MP banki sé að reka erlend útibú. Þessi erlendu útibú eru á ábyrgð Íslenskra skattgreiðenda ef illa fer. Ef illa fer fyrir MP banka, þá kæmi upp svipað mál og vegna Icesave útibúa Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Nema að núna yrði um að ræða Lettland.

Ríkisstjórnin og Fjármálaeftirlitið eiga að krefjast þess nú þegar að þessi útibú MP banka í Lettlandi verði færð nú þegar í dótturfélög til þess að koma í veg fyrir ábyrgðarmál Íslenska ríkisins ef illa fer. Það er reyndar stórundarlegt að þessi útibú MP banka skuli ekki hafa verið bönnuð eftir hrun Íslenska bankakerfsins haustið 2008.

Fréttir af málinu.

MP hefur brugðist við athugasemdum frá Litháen