Spennandi dagur fyrir Íslensku þjóðina

Í dag er spennandi dagur fyrir Íslensku þjóðina. Í dag munu fulltrúar Íslensku þjóðarinnar á Alþingi ákveða hvort að farið verður í aðildarviðræður við ESB, eða ekki.

Þetta verður spennandi, og er það mín von að aðildarviðræður við ESB verði samþykktar. Svo að Íslenska þjóðin geti tekið lýðræðislega ákvörðun um aðild að ESB, á grundvelli aðildarsamnings við ESB.

Ég vona að aðildarviðræður við ESB verði samþykktar. Enda er ekki annað boðlegt fyrir Íslensku þjóðina að mínu mati. Þöggun á málefnum ESB síðustu ár hefur skaðað hagsmuni Íslensku þjóðarinnar, fyrirtækja og heimila yfir heildina.