Vísbending um lengd aðilarviðræna Íslands við ESB

Það eru margir að velta fyrir sér hversu langan tíma aðildarviðræður Íslands við ESB munu taka. Það er auðvitað óþekkt hversu langan tíma aðildarviðræður Íslands við ESB munu taka á þessum tímapunkti. Hinsvegar eru til sögulegar vísbendingar um það hversu langan tíma þessar viðræður munu taka.

Þessar vísbendingar er að finna í aðildarviðræðum Svíþjóðar, Finnlands og Noregs þegar þau sóttu um aðild að ESB árið 1993. Noregur auðvitað gekk ekki í ESB árið 1995, vegna þess að aðildarsamningurinn var felldur í þjóðaratkvæði.

Svíþjóð og Finnland gerðu það hinsvegar. Í tilfelli Svíþjóðar tóku aðildarviðræður rúmlega 2 ár, en umsókn Svíþjóðar var send til ESB þann 1 Júlí 1991. Finnland sendi hinsvegar sína umsókn til ESB þann 18 Mars 1992, og tók allt ferlið þar rúmlega 2 ár. Norðmenn höfðu sent inn sína umsókn þann 25 Nóvember 1992, og samningar kláruðust á sama svipuðum tíma og samningar Svíþjóðar og Finnlands, það ferli var einnig rúmlega 2 ár einnig.

Ef miðað er við þessar sögulegu staðreyndir um ferli Svíþjóðar og Finnlands í aðildarviðræðum við ESB á sínum tíma. Þá má reikna með að aðildarviðræður Íslands við ESB muni taka líklega 2 til 3 ár. Hversu langan tíma samningaviðræður taka ræðst af því hversu vel samningaviðræður munu ganga.

Nánar um þetta hérna.

Enlargement of the European Union (Wikipedia)

4 Replies to “Vísbending um lengd aðilarviðræna Íslands við ESB”

  1. Ekki spái ég í lengd viðræðna nema þá á þann veg að því fyr sem x-ið komist við nei við inngöngu verð ég ánægður.

  2. Mig grunar að andstæðingar ESB muni verða í minnihluta þegar þar að kemur. Ef miðað er við vísbendingar úr könnunum fjölmiðla áður en umsóknin var send (síðustu ár). Hvernig þetta þróast á næstu mánuðum á eftir að koma í ljós, en ég er jákvæður fyrir þessu og reikna með að niðurstaðan verði sú að aðildarsamningurinn verði samþykktur í þjóðaratkvæði.

  3. Kreppa: Íslendingar hafa áhuga á ESB.
    Góðæri: Íslendingar hafa engan áhuga á ESB

    Kynntu þér annars hvað er að gerast í hagkerfum ESB.
    Þó að uppskrúfaða liðið í pólitíkini séu nokkuð brattir þá eru miklar líkur á hruni Evrópska fjármálakerfisins. Evran sér um það.

    Að taka upp Evruna er eins gáfulegt og að giftast líki.

  4. Jón Þór, kannanir (þó veist, athugun á skoðunum almennings) sýna að almenningur hefur verið jákvæður fyrir aðild að ESB síðan 2005, þegar engin kreppa ríkti. Hinsvegar voru ákveðnir stjórnmálaflokkar á Íslandi sem kusu að virða ekki skoðanir fólks í þessum málum, og gerðu ekki neitt.

    Hagkerfi ESB er mjög stöðugt, það eru vissulega bankar í vandræðum, en það eru bankar í vandræðum úti um flest allan heim í dag. Annarstaðar hafa húsnæðis og aðrar bólur verið að springa í hagkerfum heimsins. Það eru engar líkur á hruni hagkerfsins í Evrópu. Hluti af þeirri ástæðu er Evran.

    Fullyrðing þín er óttalega vitlaus, þar sem þú hefur engar staðreyndir til þess bakka þessa fullyrðingu þína upp. Annars hefðiru væntanlega vísað í hana.

    Að taka upp evruna er það gáfulegasta og sniðugasta sem Íslendingar geta gert, þar sem Evran er öruggur og stöðugur gjaldmiðill. Ímyndaðu þér, allaf sama verð á hlutunum í Danmörku, Þýskalandi, Spáni og fleiri löndum í Evrópu. Engar gengissveiflur við þessi lönd.

    Slíkt er algert snilld að mínu mati, síðan tala ég ekki um lágu vextina sem munu ríkja hérna á landi fyrir og sérstaklega eftir upptöku evrunar.

Lokað er fyrir athugasemdir.