Bullið í Þorgerði Katrínu, sjálfstæðisflokki

Það er ótrúlegt að lesa bullið í Þorgerði Katrínu, sjálfstæðisflokki þegar hún þykist hafa efni á því að gagnrýna Jóhönnu forsætisráðherra. Staðreyndin er að verkefni núverandi forsætisráðherra er mjög erfitt, og það fer versnandi vegna þess að þingmenn sjálfstæðisflokksins kunna ekki að skammast sín.

Þegar Þorgerður Katrín talar um að núverandi Icesave samningur sé galin. Þá er augljóst að hún er viljandi búin að gleyma þeim samningi sem Geir Haarde fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins var kominn með fyrir Alþingi og íslenska þjóð.

Úr frétt frá því í Mars 2009.

Samkomulag náðist milli hollenskra og íslenskra stjórnvalda í október síðastliðnum um að Hollendingar lánuðu Íslendingum til að standa undir greiðslum til hollenskra innstæðueigenda og var í því samkomulagi gert ráð fyrir vaxtakjörum upp á 6,7 prósent.

Hægt er að lesa þessa gömlu frétt hérna.

Þetta er það sem sjálfstæðisflokkurinn var tilbúinn að bjóða íslendingum upp. Því ferst Þorgerði Katrínu að gagnrýna núverandi samning sem slæman. Vegna þess að þessi samningur er ekkert svo voðalegur þegar málið er skoðað nánar. Augljóst er að eignir Landsbankans munu ganga upp í Icesave með tímanum, hversu mikið hlutafall á eftir að koma í ljós.

Þeim sem finnst slæmt að borga Icesave, ættu að hafa í huga að það er verra að borga ekki.

Þorgerður Katrín er mjög upptekin við að reyna að ná völdum aftur á Íslandi, svo að hún geti mokað yfir kúlulánið sitt og falið spillinguna, eins og virðist vera vilji sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins. Til þess nota þeir Icesave núna, eftir að tilraun þeirra til þess í ESB atkvæðagreiðslunni fór út um þúfur og sprakk upp í andlitið á þeim.

Það er alveg ljóst að ef sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn komast aftur til valda á Íslandi, þá verður ekkert rannsakað og ekkert gert til þess að komast að orsökum, og ábyrgð þeirra sem ollu þessu hruni á Íslandi. Hinsvegar verður Icesave samþykkt af sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum ef þeir komast til valda, það er ég viss um.

[Uppfært klukkan 23:39 þann 10. Ágúst 2009. Slóð bætt inn sem gleymdist.]

One Reply to “Bullið í Þorgerði Katrínu, sjálfstæðisflokki”

Lokað er fyrir athugasemdir.