Icesave, spillingaröflin og Vinstri Grænir

Það er búið að dreifa ótrúlegri vitleysu og hreinræktuðum lygum og Icesave. Þessar lygar ganga aðalega útá það að réttlæta höfnun á Icesave eins og það leggur sig. Jafnvel þó svo að sé á ábyrgð íslendinga, samkvæmt íslenskum lögum. Enda voru Icesave innistæðunar í íslenskum banka, þó svo að þær hafi verið í erlendum útibúum. Neyðarlögin sem sett voru í September 2008 tóku af allan vafa um ábyrgð íslendinga á Icesave.

Spillingaröflin vilja komast aftur til valda

Hægri stjórnmálaöflin (spillingaröflin) á Íslandi vilja komast aftur til valda. Ástæðan fyrir því er mjög einföld. Tengsl hægri stjórnarmálaöflin við hið spillta viðskiptalíf á Íslandi eru það mikil að ef þeir komast aftur til valda, þá verður einfaldlega ekkert rannsakað á Íslandi. Einhverjum minniháttar peðum verður fórnað, til þess að friðþægja almenning á Íslandi, en annað verður ekki gert og þeir sem voru stærstir í spillingunni munu sleppa frá því að vera dæmdir og refsað.

Áróður In Defence hópsins geng Icesave samningum

In Defence þykist vera hópur sem stendur vörð um Ísland og hagsmuni íslendinga í Icesave málinu. Fyrir mér virðist þetta þó vera pólitískt áróðurstæki núverandi formanns framsóknarflokksins. Það er nefnilega þannig að Sigmundur Davíð er einn af stofnendum In Defence hópsins og ber mikla ábyrgð á stefnu hans og pólitískum yfirlýsingum. Heimild um slíkt er að finna hérna og nánar hérna. Meðlimavefsíða In Defence hópsins er hérna.

Vinstri Grænir, Icesave ábyrgðin er ekki að fara neitt!

Þeir þingmenn Vinstri Grænna sem eru á móti Icesave samningum (sem ráðherra úr þeirra eigin flokki kom með), virðast ekki átta sig á er að Icesave mun ekki fara neitt. Jafnvel þó svo að þeir hafni því. Það liggur einnig fyrir að ef hægri flokkanir komast aftur til valda á Íslandi, þá mun Icesave verða samþykkt, jafnvel þó svo að sami samningur standi til boða, eða þá að þeir komi með nýjan samning, sem yrði þá verri en núverandi samningur. Það má þó geta þess að ef íslendingar samþykkja ekki Icesave ábyrgðina fyrir Október 2009, þá mun öll Icesave skuldin falla á íslendinga. Heildarskuldin vegna Icesave telst vera eitthvað í kringum 1200 milljarðar, eftir því sem ég kemst næst.

Icesave samningurinn er kannski slæmur, en öll Icesave skuldin er verri.

Þingmenn Vinstri Grænna munu fljótlega þurfa að gera þetta upp við sig. Eru þeir menn eða mýs, og eru þeir tilbúnir að taka ábyrgð á því að hleypa hægri stjórnmálaflokkunum aftur til valda á Íslandi. Þessa sömu flokka og eru hönnuðir og ábyrgðarmenn hrunsins á Íslandi. Þessir hægri stjórnmálaflokkar eru auðvitað sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn.

[Uppfært klukkan 20:58 þann 9. Ágúst 2009. Smá lagfæring á texta.]