Margir íslendingar kunna ekki að fara eftir reglunum

Margir íslendingar kunna ekki að fara eftir reglunum. Niðurstaðan af þeim hugsunarhætti er íslenska efnahagshrunið sem við horfum núna upp á.

Forpúkaðir einangrunarsinnar og afturhaldsmenn vilja loka Íslandi og valda viðvarandi fátækt á Íslandi í kjölfarið. Á meðan aðrir bjánar vilja að íslendingar afsali sér sjálfstæði sínu, og gangi annaðhvort í Bandaríkin eða Noreg til skiptis.

Í frétt á Morgunblaðsvefnum (mbl.is) er þessa myndaútskýringu að finna við frétt þar.

Verður ESB-umsókn Íslands notuð til að skapa þrýsting á Íslendinga?

Fyrir það fyrsta þá er þessi útskýring ekkert nema getgátur út í loftið, og líklega röng að öllu leiti. Enda augljóst að íslendingar verða að uppfylla skyldur sínar gagnvart EES samningum eins og aðrar þjóðir. Allar tilraunir til þess að reyna að svindla á reglunum verður auðvitað mætt af fullri hörku af þeim sem passa upp á að reglum samningsins verði fylgt, en það eru ESB ríkin. Þar á meðal Þýskaland.

Þessu kunna margir íslendingar illa, enda er heimtufrekjan og græðgin slík að maður skammast sín fyrir að vera íslendingur. Síðan bæta þeir skömmina með því að vísa í Hitler og þykjast vera sniðugir að auki. Slíkt er ekkert nema helvítis heimska, og er ekki til þess fallin að ég (og væntanlega fleira fólk) beri virðingu fyrir viðkomandi í umræðum í framtíðinni.

Það er kominn tími til þess að íslendingar beri virðingu fyrir þeim reglum sem við skrifum undir, og að við förum að framfylgja þeim eins og alvöru fólk. Þannig fæst virðing hjá öðrum þjóðum, sérstaklega ef íslendingar vilja taka þátt í alþjóðsamstarfi eins og ESB.

Fréttin á mbl.is.

Þýsk stjórnvöld fylgjast með hvort Íslendingar virði reglur