Skilningslausir íslendingar tjá sig um Icesave

Það er nokkuð magnað að sjá skilningslausa íslendinga tjá sig um Icesave, en þetta er fólk sem hvorki nennir, eða hefur áhuga á því að setja sig inn í Icesave málið og um hvað það snýst. Jafnvel þó svo að það gæti það mjög vel.

Þetta fólk talar mikið um óréttlæti gagnvart okkur, en hugsar ekkert útí það óréttlæti sem íslendingar beyttu erlenda borgara vegna þessa máls. Þegar íslenska ríkið ætlaði sér að stinga af frá ábyrgðinni af þessu máli.

Síðan hafa hagsmunahópar, sem settir hafa verið upp af stjórnarandstöðu stjórnmálaflokkunum blásið málið upp, tengt við ESB (sem kemur þó þetta mál ekkert við), snúið útúr því og jafnvel logið ef það hentaði þeim. Allt saman gert til þess að ná höggi á núverandi stjórnarflokka.

Icesave málið hefur einnig verið notað til þess að ná höggi á skoðanir fólks varðandi aðild Íslands að ESB, sem er þó besta leiðin fyrir íslendinga til þess að koma sér útúr þessari kreppu, og styrkja og bæta efnahagslífið á Íslandi sama tíma. Vegna áróðursins stjórnarandstöðunar í Iceave málinu, þá vilja margir íslendingar ekki sjá þessa lausn á þeim vandamálum sem uppi eru í dag.

Það ber þó allt af sama grunni, sérstaklega í ljósi þess að það voru íslendingar sem voru upphafið og endirinn að Icesave, en ekki hollendingar, og ekki bretar, og ekki ESB. Nei, þarna var um að ræða íslenskt hugvit, og íslenskar afleiðingar fyrir saklausa, jafnt sem seka íslendinga.

Það er afskaplega ódýrt að kenna öðrum um okkar eigin mistök, sérstaklega mistök eins og Iceave. Aftur á móti er það sorgleg staðreynd að íslendingar eru með ódýran hugsunarhátt, og vilja helst ekki bera ábyrgð á neinu, og hafa aldrei viljað bera ábyrgð neinu. Hvorki núna, eða í fortíðinni.

Hrunið á Íslandi hefur upphaf sitt hjá íslendingum. Það verður líka að enda hjá íslendingum, enda mun engin enda þessa efnahagskreppu á íslendingum nema íslendingar. Hinsvegar virðast íslendingar kjósa í dag, að spóla í sama farinu og kenna öllum öðrum um nema þeim sjálfum, um ástandið í efnahagsmálum Íslands.

2 Replies to “Skilningslausir íslendingar tjá sig um Icesave”

  1. „… en hugsar ekkert útí það óréttlæti sem íslendingar beyttu erlenda borgara…“.
    Þessi setning ber ekki vott um mikinn skilning á þessu máli. Mér virðist því kastað grjóti úr glerhúsi hér.

  2. Finnst þér það virkilega ekki óréttlæti að neita að bera ábyrgð á því sem er réttilega okkar að bera ábyrgð á. Mér þykir það, og ég er sem betur fer ekki einn um þá skoðun.

    Staðreyndin er að Icesave er sköpunarverk íslendinga, og það var gert þannig að íslenska kerfið í heild sinni bar ábyrgð á því. Afneitun á þessari ábyrgð er ekkert nema heimskuleg, og sýnir að fólk vill ekki bera ábyrgð á þeim ákvörðunum sem það tók á þessum tíma. Það er vissulega súrt að þurfa að borga þetta, en staðreyndin er sú að sú ábyrgð hefur alltaf legið fyrir frá því að Icesave var stofnað af Landsbankanum, með leyfi íslenskra yfirvalda. Yfirvöldum sem kosin eru af almenningi á Íslandi í almennri kosningu.

    Það má ennfremur benda á þá staðreynd að Holland og Bretland voru bara að passa uppá hagsmuni þegna sinna, eins og allar aðrar þjóðir hefðu gert í þessum sporum. Líka íslendingar.

Lokað er fyrir athugasemdir.