Reiðir íslendingar klúðra sínum eigin málum

Margir íslendingar eru reiðir í dag. Þeir eru þó eingöngu reiðir útí alla aðra en sjálfa sig. Í dag eru margir Íslendingar reiðir út í ESB, sem er þó alsaklaust af hinu íslenska efnahagshruni og Icesave. Margir kenna ESB um reglunar sem íslendingar fóru sjálfir eftir, eða fóru ekki eftir þeim reglum sem lagðar voru til á EES/ESB efnahagssvæðinu. Þessar reglur eru sömu reglur og allar aðrar þjóðir fóru eftir, en engin önnur þjóð en hin íslenska lenti í þessum vandræðum vegna útibúa en íslendingar. Það segir sína sögu um siðleysið og græðinga hvernig fór hérna á landi.

Að varpa sök yfir á aðra er algengt þegar stór áföll dynja yfir. Þetta á sérstaklega við þegar fólk getur ekki sætt sig við sín eigin mistök og afleiðingar þeirra. Það er staðreynd að hrunið er íslendingum að kenna, og eingöngu íslendingum. Efnahagshrunið var íslendingum að kenna, líka Icesave og allt annað sem við kemur þessu hruni. Það er því á ábyrgð íslendinga sjálfra að taka til upp eftir sig, hinsvegar er hægt að fá hjálp frá ESB og IMF við enduruppbygginguna. Íslendingar verða þó að sýna þá hegðun að þeir séu að standa við þau skilyrði sem eru sett í hjálpinni frá þessum aðilum. Sú hjálp sem íslendingar þurfa er aldrei skilyrðislaus, og hefur aldrei verið það.

Hrunið er ekki ESB, Bretlandi, Hollandi eða IMF að kenna, og hefur aldrei verið þeim að kenna. Eins og hefur verið „vinsæl“ skoðun hjá íslendingum þessa dagana (sést best á ESB könnuni sem framkvæmd var fyrir nokkrum dögum, þar sem andstaða við ESB hefur aukist á Íslandi). Heldur er hérna eingöngu um að ræða hættulegan ásökun í garð saklausra aðilda, þessi ásökun mun á endanum eingöngu skaða íslendinga sjálfa og engan annan. Þess má geta að núna er verið að nota ásköunina sem áróðurstækni til þess að fá fólk upp á móti ESB. Þessi aðferð virðist hafa tekist mjög vel af þeim sem framkvæmdu hana, enda ódýrt og einfalt að höfða til tilfinninga fólks. Það er hinsvegar einnig þekkt að slík aðferðafræði virkar ekki til lengdar, enda sér flest fólk í gegnum hræðsluáróður á endanum, hvort sem um er að ræða hræðsluáróður sem byggir á ásköun, eða ótta.

Íslendingar eiga að líta í sinn eigin barm í dag. Enda mun ekkert breytast á Íslandi ef hugarfarið breytist ekki. Íslendingar eiga einnig að taka þátt í samstarfi Evrópuþjóðanna, þar sem það mun gefa íslendingum óháð eftirlit með stjórnsýslunni á Íslandi og aukin efnahagslegan stöðugleika til lengdar. Enda er alveg augljóst að sú kreppa sem núna gengur yfir heiminn er ekki sú síðasta, jafnvel þó svo að langt verði í næstu kreppu.