Upphlaup stjórnarandstöðunnar verður sýnilegt, hræðsluáróður gefin í botn

Núna er kominn hræðsla í gamla spillingar og valdaflokkinn sjálfstæðisflokkin, væntalega einnig framsóknarflokkinn. Þó svo að þeir hafi ennþá hægt um sig, en viðbrögð munu koma frá þeim fyrr en seinna.

Núna skrifar Þorgerður Katrín, varaformaður sjálfstæðisflokksins hræðslugrein á Pressan.is. Þessi hræðslugrein gengur útá að núna ætli ríkisstjórnin aftur að svíkja þjóðina og fleira í þeim dúr. Þorgerður Katrín kýs þó að gleyma þeirri staðreynd að það voru sjálfstæðismenn sjálfir, ásamt framsóknarmönnum sjálfum sem kusu að svíkja þjóðina sem mest á sínum tíma. Sérstaklega þegar þeir komu í veg fyrir lýðræðislegar breytingar á stjórnarskrá Íslands með málþófi og hótunum í garð minnihluta ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna sem þá sat við völd.

Þorgerður Katrín má vissulega lýsa skoðun sinni á Icesave málinu, sem hennar stjórnmálaflokkur ber fulla og algera ábyrgð á frá upphafi. Enda er augljóst að til Icesave var stofnað þegar þeir voru við völd og stjórnuðu á Íslandi, og vinir þeirra sátu í Landsbankanum og öðrum gjaldþrota íslenskum bönkum.

Hræðsluáróðursgrein Þorgerðar Katrínar á Pressan.is.

Ríkisstjórnin gegn lögum?