Ógnarstjórn sjálfstæðisflokksins síðustu árin

Síðustu ár á Íslandi hefur ríkt ógnarstjórn sjálfstæðisflokksins. Þessi ógnarstjórn var með fullri þáttöku framsóknarflokksins á þessum tíma. Á þeim tíma sem Samfylkingin var í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum var eitthvað slegið á þessa ógnarstjórn, en hún var engu að síður til staðar.

Þessi ógnarstjórnun var mjög einföld í framkvæmd, og gekk útá það að þagga niður í öllum gagnrýnendum sjálfstæðisflokksins og vini þeirra. Aðferðin var einföld, að ráðast á viðkomandi með skít og skömm ef ekkert annað dugi, og niðurlægja opinberlega. Hin aðferðin sem var mikið notuð (og er notuð í dag af Morgunblaðinu) var að hóta fólki beint, með þá starfsmissi eða með því að skaða feril viðkomandi á Íslandi, og helst erlendis ef hægt var.

Sök framsóknarflokksins á þessu er einnig talsverð, þar sem þeir notuðu einnig þessa aðferð. Þá annaðhvort með sjálfstæðisflokknum, eða með hjálp afla sem tengdust sjálfstæðisflokknum beint.

Áhrif þessara ógnarstjórnunar sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins síðustu ár eru mjög augljós. Fólk þorir ekki annað en að kjósa sjálfstæðisflokkinn í dag, þrátt fyrir þá staðreynd að þeir hafa mikið á samviskunni og eru í raun óhæfir í að stjórna landinu. Þetta gildir einnig um framsóknarflokkinn.

Besta leiðin til þess að losna við svona ógnarstjórn er að losa sig við þá sem stunda slíkt. Fólk á því ekki að kjósa sjálfstæðisflokkinn eða framsóknarflokkinn í framtíðinni.