Tilraunir til þöggunar hjá Sturlu Böðvarssyni

Það er einkennilegt að lesa skrif Sturlu Böðvarssonar á pressan.is, þar sem hann þykist vera að gagnrýna Silfur Egils fyrir ritsóðaskap á blogginu sínu. Það er þó mikilvægt að þekkja gagnrýni frá óvægum árásum á fólk, eins og Sturla stundar þarna.

Þegar færsla Sturlu er skoðuð nánar. Þá kemur í ljós að mesti ritsóðinn í þessari umræðu er einmitt Sturla sjálfur. Þar sem maðurinn virðist vera gjörsamlega ófær um að gagnarýna, og að taka gagnrýni. Þess í staðinn notar hann gamla aðferð sem snýst um að mála ákveðna mynd af fólki sem ekki er sammála honum. Þessi aðferð er vinsæl hjá Davíð Oddssyni, og augljóst er að Sturla hefur lært eftir því sem honum er haft. Það verður seint sagt að það sé til batnar. Í þessari færslu Sturlu, þá ræðast hann á Silfur Egils með strámannsrökum og hálf-sannleika (sem er lygi) og fjölda annara rökvillna[1][2][3][4][5]. Það var svo sem ekki við öðru að búast frá mönnum sem hafa hvorki áhuga á sannleikanum, eða raunveruleikanum.

Ég ætla þó að benda Sturlu á, og öðrum vitleysingjum í þessum öfga-armi sjálfstæðisflokksins að ef þeir setja sína skoðun út á internetið, eða aðra fjölmiðla. Þá skulu þeir búast við því að málflutningur þeirra verði tekinn í sundur og gagnrýndur, þannig að ekkert standi heilt eftir í þeirra málflutningi. Slíkt verður alltaf niðurstaðan hjá málflutningi þeirra sem stunda málflutning sem byggir ekki á neinu öðru en þeirra eigin valdagræðgi og yfirgangi.