Lögmenn tengdir InDefence og sjálfstæðisflokknum ætla sér að kæra ríkið vegna Icesave samningana

Ég varð ekkert svo hissa þegar fréttir bárust af því núna í kvöld að hópur lögmanna ætlaði að kæra ríkið vegna Icesave samninga, og ætluðu sér að nota hæpna túlkun á stjórnarskránni til þess að koma málinu áfram. Ég reikna fastlega með því að þetta verði ekki neitt nema heitt loft í þessum lögmönnum, og ef þetta mál nær til dómsstóla. Þá eru allar líkur á því að umræddur lögmannahópur muni tapa því.

Það sem ég hafði þó mestan áhuga á því að fá vita hverjir væru þarna á bak við. Frétt Stöðvar 2 um þetta mál var afskaplega rýr að innihaldi. Þannig að ég notaði það eina nafn sem gefið var upp í fréttinni, en það var lögmaðurinn Eiríkur S. Svavarsson, sem er héraðsdómslögmaður og er með lögmannsskrifstofu.

Nánari skoðun hefur leitt það í ljós að þessi maður er í InDefence hópnum, einnig sem að umræddur maður er vel innvinklaður inní sjálfstæðisflokkinn og er líklega í innsta kjarna þar. Það kom einnig í ljós að nafn hans er tengt við Fons, og tengd skúffufyrirtæki sem voru þar. Þó er þetta bara nafn, það hefur ekki ennþá tekist hjá mér að staðfesta að um sé að ræða sama mann, en í frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2008 kemur þetta fram. Þó þykir mér líklegt að þarna sé um sama mann að ræða, miðað við tengsl hans og það viðskiptanet sem hann virðist hafa aðgang að.

Félögin virðst hafa verið stofnuð sem hluti af ákveðinni röð kennitalna í október 2007. Hlutafé er í lágmarki en skuldir gríðarlegar án þess að séð verði að nein rekstur sé í félögunum. Þá hefur stjórn FS38 ehf. aðeins ein stjórnarmann sem er Eiríkur S. Svavarsson starfsmaður Fons. Hann er jafnframt tilkynntur sem framkvæmdastjóri og prókúruhafi.

Fréttina í heild sinni er hægt að lesa hérna.

Tilgangur þessar lögsóknar er allt annar en sá sem gefinn er upp í fjölmiðlum að mínu mati. Hérna er verið að gera enn eina tilraunina til þess að fella ríkisstjórnina með því að fá fram deilur innan hennar um Icesave málið. Síðan er einnig verið að gera upp tilraun til þess að fela þátt sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins varðandi Icesave málið á sínum tíma. Enda er líklegt að rannsóknir næstu mánaða muni varpa frekara ljósi á það hvað var að gerast inní Landsbankanum á sínum tíma.

Frétt Stöðvar 2 og tengdar vefsíður.

Fréttaskýring: FS38 ehf. lánar FS37 ehf. milljarða
Myndband: Indriði H. Þorláksson og Eiríkur S. Svavarsson um Icesave-samninginn – Kastljós 18.6.09
Lögmannavefsíða Lögmannafélags Íslands
Lögmannsfyrirtækið hans Eiríks.
Íslenskir lögfræðingar stefna ríkinu vegna Icesave