Hvalveiðar þjóðrembunar

Íslendingar hafa ákveðið að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni eftir 20 ára hlé. Þetta hefur auðvitað ekki farið fram hjá flestum íslendingum. Það sem hefur hinsvegar farið fram hjá flestum íslendingum er sú staðreynd að það er engin þörf á þessum hvalveiðum, enda ekki hægt að selja kjötið, enda varla hægt að segja hvalkjötið sem kom útúr vísindaveiðum á innanlandsmarkaði og japanir hafa sagt að þeir hafi engan áhuga á að kaupa hvalkjötið af íslendingum, enda eigi þeir nóg (sem þeir veiða sjálfir í vísindaveiðum) og þurfi ekki meira.

Það er kaldhæðnislegt til þess að vita að þessar hvalveiðar þjóna ekki neinum tilgangi nema að ýta undir pólitíska hagsmuni Sjávarútvegsráðherra, einnig sem þetta er tilraun hjá Sjálfstæðisflokknum að vinna fylgi með því að ýta undir þjóðrembu íslendinga í tengslum við hvalveiðar. Vegna þess að þeim hefur ekki gengið alltof vel undanfarið, með hlerunarmál á bakinu og fleiri vandræðamál sem þeir vilja losna við.

Mitt álit á þessum hvalveiðum er mjög einfalt. Þær eru til skammar, bæði hvernig þær eru framkvæmdar og hvernig var staðið að þeim. Íslendingar geta ekki í dag hagað sér eins þeir séu einir í heiminum, vegna þess að þeir eru það svo sannarlega ekki. Íslendingar eiga að hefja hvalveiðar þegar heimurinn samþykkir að það sé í lagi, ekki fyrr.