Tilrauna niðurdæling á CO2 (eða vatni) Orkuveitu Reykjavíkur veldur jarðskjálftum í Henglinum

Undanfarna viku hefur Orkuveita Reykjavíkur verið í tilrauna niðurdælingum á vatni eða CO2 nærri Hellisheiðarvirkjun. Þessi niðurdæling á CO2 eða vatni hefur valdið því að jarðskjálftahrina hefur farið af stað á þessu svæði.

Langflestir af þessum jarðskjálftum eru mjög litlir, þá stærð sem er frá ML0,0 og uppí 1,0. Þetta hefur verið stærð jarðskjálftana síðustu daga, en undanfarinn sólarhing hefur borið á því að jarðskjálftanir hafa farið stækkandi og eru á mörkunum að finnast í nágrenni við Hengilinn. Þetta eru jarðskjálftar sem eru farnir að ná stærðinni 1,5 – 2,2ML samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Ennþá hefur ekki neinn jarðskjálfti á þessu svæði náð stærðinni 3 á ricther eða stærri.

Það verður áhugavert að fylgjast með gangi mála þarna, það er þó stór spurning hvort að þetta muni valda jarðskjálfta þarna sem mundi ná stærðinni 5 á ricther. Þar sem augljóst er af þessum smáskjálftum að þessi niðurdæling er að valda spennubreytingum í berginu á svæðinu og nágrenni þess.

Hérna er vefsíða OR um niðurdælingu á CO2 niður í bergið í Henglinum.

Hérna er jarðskjálftavefsíða Veðurstofu Íslands af Henglinum, og þarna sést vel hvar þessir jarðskjálftar eru að koma fram.

[Uppfært klukkan 19:50 þann 12. Nóvember 2009. Titli á færslu breytt.]

2 Replies to “Tilrauna niðurdæling á CO2 (eða vatni) Orkuveitu Reykjavíkur veldur jarðskjálftum í Henglinum”

  1. Athyglisverður pistill, kominn tími til að dæla vatni niður í Hellisheiðina þar sem vatnsborð hefur lækkað talsvert vegna virkjananna. Vonandi verður ekki stórslys vegna þessa…

    -Smá athugasemd, vatn er H20.

  2. Þeir eru annaðhvort að dæla niður Co2 þarna eða vatni. Ég hreinlega veit ekki hvort er, en ég hef auðvitað efnafræðina á hreinu í þessu máli þannig að ég þarfnast ekki neinnar leiðréttingar þar.

Lokað er fyrir athugasemdir.