Móðgun við fjölmiðlafrelsi á Íslandi

Sú aðgerð Forsætisráðneytisins að krefja unglina fyrirfram um þær spurningar sem átti að spyrja í viðtali er ekkert nema móðgun við frelsi fjölmiðla á Íslandi. Að gera svona er alveg jafn slæmt hvort sem að Forsætisráðherran heitir Jóhanna Sigurðardóttir eða Davíð Oddsson, sem stundaði svona hegðun grimmt á sínum tíma.

Ef Íslensk stjórnsýsla ætlar sér að komast uppúr þeim forpytti sem er hún er í dag. Þá verða ráðmenn þjóðarinnar að sætta sig við óundirbúnar spurningar fjölmiðlamanna, gildir þá einu hversu gamlir þeir eru og hvaðan þeir koma. Allt annað er móðgun við starfsfrelsi fjölmiðla á Íslandi og alla fjölmiðlamenn í landinu.

Ég krefst þess að Jóhanna Sigurðardóttir og Forsætisráðneytið biðjist afsökunar á þessu og geri þetta ekki aftur.

Frétt Vísir.is af þessu máli.

Forsætisráðherra krafði unglinga um spurningalista fyrir viðtal