Blekking stjórnarandstöðunar um Icesave

Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur undanfarið verið að beita grímulausum blekkingum gagnvart almenningi þegar það kemur að Icesave umræðunni. Þessi blekking er sérstaklega ljót í ljósi þess að sjálfstæðisflokkurinn skrifaði undir þessa skuldbindingu á sínum tíma. Það voru nefnilega ekki núverandi stjórnvöld sem skrifuðu undir Icesave, heldur kom það í verkahring þeirra að klára málið á sómasamlegan hátt.

Málþóf stjórnarandstöðunar snýst ennfremur ekki um Icesave málið í sjálfu sér, heldur er hérna grímulaus tilraun til þess að fella ríkisstjórnina svo að sjálfstæðismenn komist aftur til valda. Þetta hef ég nefnt áður hérna á blogginu hjá mér.

Það er ennfremur blekking hjá stjórnarandstöðunar að halda því fram að Icesave sé versta málið í kringum þetta hrun. Samkvæmt þeim tölum sem hafa komið fram opinberlega undanfarið, þá telst Icesave ekki vera nema 10 – 12% af heildarskuldum íslenska ríkisins vegna gjaldþrots íslenku bankana. Aðrar skuldir teljast mun hærri, og það virðist stefna í það að gjaldþrot Seðlabanka Íslands verði mun stærra en Icesave nokkurntíman.

Það eru flestir á móti Icesave sem slíku, en það verður að gera meira en gott þykir til þess að íslenska þjóðin einangrist ekki á alþjóðlegum vettvangi, eins og mun gerast ef Icesave er ekki borgað. Það er einnig ljóst að ef íslendingar borga ekki Icesave þá erum við í raun að lýsa yfir þjóðargjalþroti, og jafnframt að segja að við ráðum ekki skuldbindingar okkar. Ef fólk vill kynna sér afleiðinganar af slíku, þá er hægt að benda á tvö ríki á síðustu árum sem fóru þessa leið. Það voru ríkin Argentína og Rússland sem borguðu ekki skuldir sínar, í dag eru þessi ríki ekki ennþá búin að jafna sig af afleiðingum þeirra ákvarðana.

3 Replies to “Blekking stjórnarandstöðunar um Icesave”

  1. Bara að kvitta fyrir mig, hef litlu við þetta að bæta, segir allt sem segja þarf að mínu mati.

  2. – Hvort frumvarpið samrýmist ákvæðum stjórnarskrár Íslands
    – Hversu miklar fjárhagsskuldbindingar samningarnir fela í sér
    – Efnahagslegar hættur af því að hafa skilyrðislausa greiðsluskyldu á vöxtum
    – Áhrif breytinga sem gerðar voru á efnahagslegu fyrirvörunum frá því í sumar
    – Áhrif breyttra reglna um úthlutun úr þrotabúi Landsbankans (Ragnars Hall ákvæðið)
    – Þörf á betri greiningu á mögulegri gengisáhættu í málinu
    – Þörf á nákvæmari samanburði á áhrifum þess að hafa vexti fasta en ekki breytilega
    – Nýjar upplýsingar um mat AGS á greiðsluþoli ríkissjóðs benda til þess að hann ráði ekki við þær skuldbindingar sem í samningunum felast
    – Upplýsa þarf nánar hvaða forsendur bjuggu að baki Brussel-viðmiðunum
    – Misræmi í túlkun forsætisráðherra Íslands og Bretlands á samningnum
    – Mat sérfræðinga í enskum lögum á texta samningsins liggur ekki fyrir
    – Lögfræðilegt mat skortir á afleiðingum þess að ensk lög gildi um samninginn en ekki íslensk verði látið á ákvæði þeirra reyna fyrir dómstólum
    – Óljóst er hvaða áhrif það hefur á skuldbindingar íslenska ríkisins verði ráðist í endurskoðun á innlánstryggingakerfi ESB, sem mun vera hafin
    – Hvaða afleiðingar það mun hafa verði frumvarpið ekki samþykkt eða verði dráttur á lyktum deilunnar

  3. Pétur, frumvarpið og núverandi Icesave lög samrýmast stjórnarskrá Íslands. Annars hefðu lögin ekki verið sett.

    Allt tal um betri samninga er gaspur útí loftið. Til þess eins að blekkja fólk og tefja málið.

    IMF hefur ekki komið með endanleg svör um greiðslugetu Íslands, og þær upplýsingar munu ekki liggja fyrir en í Febrúar eða Mars 2010.

    Lögfræðilegt mat erlendis segir allt annað en mat flokksbundina lögfræðinga á Íslandi.

    Afleiðingar þess að samþykkja ekki breytingar á Iceasve verða mjög einfaldar. Þá eru íslendingar að lýsa því yfir að við ráðum ekki við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og séum í raun gjaldþrota þjóð.

Lokað er fyrir athugasemdir.