Vanþekking og einangrun eru mesta ógn við efnahag og sjálfstæði íslendinga

Samkvæmt sérfræðingum, og sögurlegu yfirliti þá hefur sú einangrunarstefna sem ríkti á Íslandi áður en landið gekk í EFTA afskaplega illa, og olli því að íslendingar voru fimmtán árum á eftir nágrannaþjóðunum í efnahagslegu tilliti. Það sem er þó verst er sú staðreynd að íslendingar virðast ætla að endurtaka leikinn með andstöðunni við inngöngu í ESB.

Reyndar taka sérfræðingar í þessum málum svo djúpt í árina að fullyrða að vanþekking fólks á alþjóðlegu samstarfi sé beinlíns ógn við sjálfstæði og fullveldi íslendinga sjálfra. Þeir taka þó þetta hérna sérstaklega fram.

Jónas H. Haralz, hagfræðingur og fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, bendir á að Íslendingar hafi nær alla síðustu öld gripið til heimagerðra lausna með mislukkuðum árangri. Sem dæmi hafi stjórnvöld hér ekki áttað sig á þeim áformum um alþjóðlega viðreisn og samvinnu sem efst voru á baugi erlendis eftir seinni heimsstyrjöldina og gripið til skaðlegrar haftastefnu á sama tíma og aðrar þjóðir voru að afnema hana.

Þar kemur þetta hérna einnig fram. Það er nefnilega alveg ljóst að fullveldi og sjálfstæði íslendinga er ekki mikils virði ef við notum það ekki til þess að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi þjóðanna. Sérstaklega í samstarfi Evrópuþjóðanna sem er ESB núna í dag. Þetta á sérstaklega við um efnahagslegt og stjórnmálalega samvinnu sem þar er stunduð.

Í þessari frétt kemur þetta hérna einnig fram.

Ágúst Einarsson, rektor háskólans á Bifröst, tekur svo djúpt í árinni að stefna íslenskra stjórnvalda hafi almennt einkennst af vanþekkingu á hagrænum lögmálum alla öldina og geri það að hluta til enn. „Þessi afstaða byggðist á þröngsýni og þekkingarleysi. Ef það er eitthvað eitt sem má læra af hagþróun og hagstjórn 20. aldarinnar er það að vanþekking í hagstjórn er slæmur förunautur.

Fámennið hérlendis gerir vanþekkingu í efnahagsmálum, hvort sem er meðal almennings eða stjórnmálamanna, að einni hættulegustu ógn við sjálfstæði landsins við hinar breyttu aðstæður í heiminum í upphafi 21. aldar,“ segir Ágúst.

Ég tek undir þessa greiningu heilshugar og styð þessar niðurstöður þessar fræðimanna. Það er alveg ljóst að einangrun er nákvæmlega engin lausn fyrir íslendinga. Hvorki núna í dag, eða í framtíðinni.

Frétt Markaðurinn.

Vanþekking fólks ógn við sjálfstæði landsins