Fullyrðing þingmanna sjálfstæðismanna er tóm þvæla varðandi Icesave

Það er með ólíkindum að fylgjast með málflutningi sjálfstæðismanna þegar það kemur að Icesave málinu. Sérstaklega í ljósi þess hvernig þeir haga sér þegar það kemur að lögfræðiáliti sem þeir sjálfir heimtuðu að yrði framkvæmt á núverandi Icesave samningi sem liggur fyrir Alþingi.

Þetta hérna er auðvitað gjörsamlega útí hött hjá manninum.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir pólitík frekar en lögfræði ráða för í áliti bresku lögmannsstofunnar Ashurst á Icesave samningunum. Hann segir álitið engu breyta um andstöðu Sjálfstæðismanna við samninginn.

Þar fyrir utan þá er þetta hérna ekki skárra hjá Birgir.

Birgir dregur hlutleysi Ashurst í efa þar sem stofan kom að gerð Icesave-samningsins. Lögmannsstofan telur að samþykki Alþingi ekki ríkisábyrgð á Icesave, gætu Íslendingar þurft að greiða Bretum og Hollendingum féð með mun verri skilyrðum.

Síðan vill þetta fólk láta taka sig alvarlega! Með svona málflutningi og þeirri hegðun síðustu vikur sem þetta fólk hefur sýnt undanfarið, þá er nákvæmlega engin ástæða fyrir nokkurn mann að taka þetta fólk alvarlega og það sem frá því kemur.

Frétt Rúv.

Pólitík ráði för í lögfræðiáliti