Fullyrðingin um háa vexti reyndist kjaftæði

Það var fullyrt í fréttum Rúv að vextir á Icesave væru háir. Samkvæmt bloggsíðunni Flokksgæðingar þá er þetta alrangt. Þar kemur þetta fram.

Ekkert meira er um vexti á öllum þessum 86 síðum og hvergi neinar forsendur að finna um hvað teljast háir vextir eða viðmiðanir frá öðrum ríkjum né þeirra annarra lána sem ríkið þarf að taka vegna hrunsins. Hér er bara um að ræða skoðun lögmanns á vöxtum sem er jafn áhugaverð fyrir nútímalæknsifræði og skoðun grasalæknis á fósturvísarannsóknum. Enda er örugglega besta skýringin á vaxtaumfjöllun þessari að verið sé að rugla saman föstum og breytilegum vöxtum, sem væri ekki í fyrsta skiptið.

Staðreyndin er sú að um mjög lága fasta vexti til 15 ára er að ræða eins og meðal annars má sjá í minnisblaði sem er á meðal gagna Icesave-málsins á island.is. Eins og margoft hefur komið fram er álagið á Icesavelánunum minna en þau sem fátækustu þjóðum heims býðst hjá Parísarklúbbnum. Þess ber líka að geta að þeir vextir yrðu svo sannarlega ekki í boði ef að Hollendingar og Bretar myndu sækja rétt sinn og fá dóm sem staðfesti ábyrgð Íslands.

Hægt er að lesa alla bloggfærsluna hérna fyrir neðan.

Steinar yfir steini