Óheiðarleiki íslensku þjóðarinnar

Það virðist sem að íslendingar séu orðnir upp til hópa óheiðarlegir og líti svo á að slík hegðun sé allt í lagi. Enda er það orðin mín skoðun að höfnun íslendinga á því að borga Icesave sé ekkert nema óheiðarleikinn í verki. Þar gildir þá einu hvernig þetta mál kom til, skaði þjóðarinnar af bankahruninu er nefnilega mun stærri en Icesave.

Það er ennfremur hræðilegt til þess að hugsa að íslendingar styðji þá skoðun að vilja ræna almenning, sveitarfélög og góðgerðarfélög (sem þó fá minnst útúr þessari endurgreiðslu vegna Icesave) með því að neita að borga þessar skuldir sem íslendingar stofnuðu til með því að samþykkja ábyrgðir Landsbankans þegar Icesave var fyrst stofnað á sínum tíma.

Það er því ekki nota von að nágrannaþjóðirnar hafi litla trú á íslendingum um þessar mundir. Íslendingar hafa sýnt það og sannað að þeim er almennt ekki treystandi þegar það kemur að því að standa við skuldbindingar sínar eins og siðuð þjóð. Á meðan svo er, þá munu nágrannaþjóðirnar eingöngu taka mark á því sem íslendingar gera, ekki því sem þeir segja.

Það er ennfremur ljóst að á meðan svo er, þá geta íslendingar eingöngu sjálfum sér um kennt og ekki neinum öðrum.