Slóðin á undirskriftarlistann ekki gefinn upp

Það er alveg merkilegt með fjölmiðla á Íslandi. Síðastliðinn mánuð hafa þeir verið að fjalla um undirskriftarsöfnun InDefence hópsins og í öllum tilvikum þegar það er fjallað um þá undirskriftarsöfnun sem þarf er stunduð er vísað beint í vefsíðu InDefence hópsins (þó óheiðarlegur sé). Þegar það loksins kemur frétt um undirskriftarsöfnun þeirra sem styðja það að Forseti Íslands samþykki breytingar á Icesave lögunum, þá er einfaldlega enginn tengill gefinn upp og maður er engu nær um það hvar er hægt að skrá sig á þennan lista. Það er því ekki furða að fá nöfn komi inná þennan undirskriftalista hjá manninum, þar sem enginn veit hvar hann er staðsettur á internetinu.

Ef einhver er með slóðina fyrir þennan undirskriftarlista. Þá má láta mig vita í athugasemdum ekki seinna en strax.

Frétt Vísir.is.

Forsetinn líka hvattur til þess að staðfesta lögin

2 Replies to “Slóðin á undirskriftarlistann ekki gefinn upp”

  1. Hjörtur, þakka þér fyrir þessar upplýsingar. Þarna eru nú þegar 354 manns búnir að skrá sig nú þegar.

Lokað er fyrir athugasemdir.