Hrun Íslands á ábyrgð Forseta Íslands

Þá er það orðið opinbert, hrun Íslands mun verða skrifað á ábyrgð núverandi Forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Ég færi honum ekki neinar þakkir fyrir þetta. Þessi ákvörðun hans hefur einnig tryggt það að hrunflokkar Íslands (sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn) munu líklega einnig komast til valda í kjölfarið á því að núverandi ríkisstjórn Íslands mun springa í kjölfarið á þessari ákvörðun.

Sagan mun fara ófögrum orðum um Forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímssonar í framtíðinni. Sagan mun einnig fara hörðum orðum um þá Íslendinga sem standa að einangrun landsins með því að hafna Icesave skuldbindingum samkvæmt alþjóðasáttmálum.

7 Replies to “Hrun Íslands á ábyrgð Forseta Íslands”

  1. Íslendingar munu ganga í ESB á endanum. Þó svo að þetta mál muni líklega breyta tímatölfunni talsvert þar um. Varanleg fátæk íslensku þjóðarinnar í kjölfarið á Icesave höfnunni mun fá þjóðina inn í ESB, eftir að búið verður að borga upp Icesave.

    Fasistar eins og þú verða gjörsamlega hunsaðir í framtíðinni og ekki verður tekið mark á málflutningi ykkar sem haga sér svona.

    Þetta verður engu að síður dýr lexía fyrir íslendinga.

  2. Nei esb er úti nuna , esb lönd munu ekki hleypa okkur inn nema við látum allt eftir . Allar fosendur til að fara inn eru brosnar . Flutningur til og frá landisns mun versna , en góði kosturinn er að íslensk framleiðsla eins og bændur mun blómstra hér innanlands og ferðamannastraumur mun aukast . Við ættum að geta haft fínar tekjur af því einu og fleiru . Við erum lítil þjóð og við höfum allt sem okkur hagnast áþessu landi okkar . ESB geturu kysst bless Jón Frimann minn guð blessi það .

  3. Vissulega mun ESB umsóknin stoppa eitthvað. Það er þó ekkert einsdæmi að slíkt hafi gerst hjá ríkjum sem á endanum gagna þar inn.

    Íslendingar flytja inn 60% af því sem er borðað hérna á landi. Íslensk framleiðsla mun því hrökkva skammt þegar innflutningur lamast að mestu leiti ef útí það fer. Útflutningur gæti einnig lamast, þar sem fáir hafa áhuga á því að versla við þjófa.

  4. En þannig er það nú bara samt að meðan gengi hér er húðslakt , þá koma hér erlendir ferðamenn í straumum til að sjá fallega landið okkar . Veit ekki betur en að öll gistihús út á landi séu uppfull , og það á vetri til nú þegar , og það veitir á gott . Vissulega er mikið flutt inn en við breyttar aðstæður þá þarf að finna lausn á þéim vanda eins og öðrum .

  5. Bull, neitun þess að standa við skuldbindingar okkar mun hafa neikvæð áhrif á ferðamannastrauminn til Íslands og á efnahag íslendinga. Það er nákvæmlega engin vafi á því. Þetta verður sérstaklega neikvætt ef að EES samningum verður sagt upp og Ísland dettur útúr Schengen samstarfinu.

  6. Ég vill spurja þig Jón hvernig í ósköpunum eigum við að geta borgað þetta. Það varð allsherjar bankahrun á Íslandi mjög mörg fyrirtæki eru farin í þrot, þúsundir manna eru atvinnulausir. Ástandið hefur aldrei verið verra og þessir vinstri flokkar gera ekkert nema hækka skatta og aftur að hækka skatta á öllu sem nánast til er. Þess vegna spyr ég hvernig í ósköpunum eigum við að geta borgað þetta ?

Lokað er fyrir athugasemdir.