Heimskir íslendingar

Ég sé að margir þjóðremdir íslendingar hrósa sigri núna í kjölfarið á ákvörðun Forseta Íslands að synja lögum um Icesave staðfestingar. Þessir sömu íslendingar og hrósa núna sigri virðast gleyma þeirri staðreynd að erlendar þjóðir þurfa ekkert á íslendingum að halda, geta og hafa komist alveg ágætlega án þeirra í gegnum tíðina.

Það er því augljóst að þeir sem hrósa sigri núna beri því ábyrgð á þeirri fátækt sem þeir eru að dæma alla íslensku þjóðina í núna. Áhrifin verða örugglega nokkur ár að koma fram, en munu engu að síður koma fram hérna á landi. Þar sem varanlegt atvinnuleysi mun verða mjög mikið á Íslandi til frambúðar og efnahagurinn mun staðana og dragast aftur úr nágrannalöndunum. Einnig sem að höft ýmisskonar munu verða varanleg á Íslandi næstu árin, jafnvel áratugina.

Icesave mun verða ógreitt, og íslendingar munu ennþá þurfa að greiða Icesave engu að síður. Þetta verða ekki nema rúmlega 1.500 til 2.000 milljarðar sem líklegir eru núna til þess að falla á ríkissjóð í kjölfarið á þessari synjun Forseta Íslands.

9 Replies to “Heimskir íslendingar”

  1. Það væri gott fyrir ríkisstjórnina ef eitthvað vont kæmi fyrir Ísland núna.

  2. Jón Frímann minn , ef þú hefði nú aðeins kynnt þér málið , þá er það þannig að icesave skuldbindingarnar eru bara rétt rumlega 10% af heildar skuldapakkanum í kringum hrunið , þannig að það er nú nokkuð gróft að kenna því um að allt sé endanlega farið til andskotanst þó þetta frumvarp sé skotið í þjóðaratkvæðagreiðslu og þar með mjög líklega fellt . Það sem verður gert þá er að það verður samið upp á nýtt með það að leiðarljósi að sanngjarnir samningar náist í hús . Að samþykkja þessa síðustu samninga hefði nátturlega bara leitt til enn meiri skuldbindinga . Þessar skattahækkanir sem ny er buið að samþykkja covera bara vexti sem nú þegar féllu á okkur vegna þessa máls . Og tókst Ríkistjórninni að kasta því féi beint í sjóinn . Vonandi er að þessi ríkistjórn hverfi frá og við fáum eitthvað betra upp á borð (þó erfitt sé) En samblanda þessarar ríkisstjórnar er enganvegin að ganga . Greinilegt er að hún heldur engum tökum hér á þessu landi . Mér finnst ansi líklegt að einhver esb loforð hafi verið á bak þessa icesave samninga , þá meina ég gullboð með ýmsum fríðindum , en það er bara mín skoðun. En meira vil ég ekki tjá mig um þetta leiðindarmál . 🙁

  3. Góni, þetta snýst um meira en heildarskuldbindinguna. Þetta snýst um að standa við orð sín. Eins og staðan er núna, þá lítur út fyrir að íslendingar séu mest megnis uppteknir að því að svíkja það sem þeir hafa sagt og skrifað undir.

    Fyrsta afborgun af þessu verður ekki fyrr en 2017 samkvæmt núverandi samningum. Þannig að ástandið verður væntanlega betra þá núna í dag.

    Sá málflutningur sem þú kemur með hérna er alveg gjörsamlega óþolandi, og auðvitað ekki í neinu samræmi við staðreyndinar og raunveruleikan.

  4. Ég veit ekki betur en að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar , en að ætla að far aað lúta allgjörlega ómögulegum samningum gengur ekki upp . Það hefur alltaf verið talað um það í stjórnarandstöðu þessa lands að það verði gert upp . En menn verða að taka sönnsun og ekki hrökkva og stökkva á ´ömögulega samninga eins og ´vitlaust barn . Við þurfum að geta staðið undir þessum samningum fyrir það fyrsta . í stað þess að lenda í ógöngum .

  5. Góni, hvernig erum við að standa við skuldbindingar okkar þegar við neitum að standa við skuldbindingar okkar. Ég vil endilega fá svarið við þessu.

  6. Okkur ber ekki að borga svona mikið fyrir það fyrsta . Fyrir það fyrsta að bretar beiti okkur hryðjuverkalögum sem varð síðan (kanski) til þess endanlega að bankarnir hrundu úti var aldrei tekið inn í þessa tölu. Væri ekki sanngjarnt að til að mynda bretar tækju eitthvað af þessu beint á sig . ? Gott og vel að þeir vilji verja sína innistæður , en að beita hryðjuverkalögum á okkur er hreint og beint full mikið . Þau lög snertu ekki bara beint bankanna heldur höfðu afleiðingar á fleiri hluti eins og innflutning til að mynda . Fyrir utan mjög stóran svartann blett á lilta þjóð út í hafsauga . Hinsvegar er það þannig að útrásavíkingarnir eru svörtu sauðarnir hér en ekki saklausa fólkið í landinu . Ég vil meiri sanngyrni hér . Okkur ber ekki að borga allt heila drasslið . En víkinganna vil ég sækja til saka , þannig að eitthvað fáist til baka í þessu skelfilega máli

  7. Ég vill spurja þig Jón hvernig í ósköpunum eigum við að geta borgað þetta. Það varð allsherjar bankahrun á Íslandi mjög mörg fyrirtæki eru farin í þrot, þúsundir manna eru atvinnulausir. Ástandið hefur aldrei verið verra og þessir vinstri flokkar gera ekkert nema hækka skatta og aftur að hækka skatta á öllu sem nánast til er. Þess vegna spyr ég hvernig í ósköpunum eigum við að geta borgað þetta ?

  8. Góni, okkur ber að borga þetta samkvæmt EES og IMF samningum sem íslendingar hafa skrifað undir. Icesave var útibú, ekki dótturfélag. Ef þú skilur ekki málið þá skaltu ekki vera tjá þig um það.

    Fannar, íslendignar geta alveg borgað þetta. Það er einnig sú staðreynd að eignir Landsbankans gagna upp í þessa skuld að einhverju eða öllu leiti. Þannig að greiðslubyrgðin verður aldrei eins mikil og heildarupphæðin segir til um í dag. Íslendingar þurfa að borga af mun hærri lánum á næsta ári og næstu árum en Icesave.

  9. Jón Ef þú myndir skilja það sem ég skirfa , þá er ég alltaf að tala um það að við munum borga . Spuringin er hvað mikið við þurfum að borga . Annað með eignir bankanns er ofaukið , búið að tala um það í fjölmiðlum mjög mikið og eins margir ráðamenn bunir að seigja það .

Lokað er fyrir athugasemdir.