Jarðskjálfti uppá 7.2 á ricther hjá Taiwan

Í dag klukkan 12:26 varð jarðskjálfti uppá 7.2 á ricther (7.2Mw) rétt hjá Taiwan. En samkvæmt fréttum þá fannst þessi jarðskjálfti í höfuðborg Tawians, en einnig sem það var gefin út flóðbylgjuviðvörun í kjölfarið á jarðskjálftanum, en sem betur fer virðist ekki hafa myndast flóðbylgja í kjölfarið á jarðskjálftanum. Strax í kjölfarið á aðal jarðskjálftanum varð eftirskjálfti sem var 6.5 á ricther (6.5 mb), en ég veit ekki hvort að hann hafi fundist, en það verður að teljast líklegt. Það hafa komið fram eftirskjálftar hjá Taiwan í dag sem hafa verið talsvert minni en fyrstu tveir jarðskjálftanir.