Mun íslendingum takast að fella Ísland ?

Það er talsvert súrt að fylgjast með umræðunni þessa dagana. Sérstaklega þeirra sem halda því fram að ekki eigi að borga til baka Icesave lánin, sem voru tekin haustið 2008 til þess að standa við EES og IMF skuldbindingar vegna Icesave reikningana. Það er ennþá fáránlegra að heyra í fólk sem telur að hægt sé að semja aftur, sérstaklega í ljósi þess að nú þegar hefur verið þrisvar um þetta mál. Fyrst kom upprunalegi samningurinn, síðan komu breytingar íslendinga (núverandi lög) og síðan breytingar á þeim lögum sem Bretar og Hollendingar gátu sætt sig við. Það er því orðið augljóst að bæði bretar og hollendingar eru orðnir þreyttir á fíflaganginum í íslendingum. Það eru annaðhvort þessir samningar, eða íslendingar geta verið úti í kuldanum og átt sig þar. Einnig sem að þá munum við fá allan reikninginn fyrir Icesave, ekki bara hluta eins og núna er búið að semja um á milli íslendinga, breta og hollendinga.

Það er alltaf hætta á að íslendingar felli breytingar á Icesave lögunum í þjóðaratkvæði. Hinsvegar ef það verður gert, þá eru íslendingar alveg örugglega að fella sjálfa sig. Enda er næsta víst að allt fari laglega til fjandans á Íslandi í kjölfarið á höfnun þeirra Icesave laga sem núna fara í þjóðaratkvæði. Ég óttast talsvert að íslendingum muni sjálfir fella þessi lög, og leggja allt saman í rúst hérna á landi sjálfir. Þar sem það hefur verið vinsælt hjá íslendingum að kenna útlendingum í útlöndum um allt sem illa fer hérna á landi. Jafnvel þó svo að það sé lygi og uppspuni hjá fólkinu sem heldur slíku fram.