Íslenskur kjánaskapur

Það er alveg dæmigert fyrir íslendinga að halda því fram að málin séu farin að snúast þeim í vil vegna skoðanna fjölmiðla erlendis. Jákvæðar skoðanir fjölmiðla erlendis eru alveg ágætar, það er hinsvegar nauðsynlegt að hafa það í huga ef íslendingar standa ekki við sitt þá munu þessir sömu fjölmiðlar snúast gegn íslendingum á staðnum ef útí það fer.

Það er íslenskur kjánaskapur að trúa því að málið sé unnið vegna umfjöllunar fjölmiðla erlendis. Icesave málið er nefnilega ekki búið fyrr en íslendingar standa við afborganir af þeim lánum sem þeir tóku haustið 2008.

20 Replies to “Íslenskur kjánaskapur”

  1. Alveg kjánalegt hvering þú ferð alltaf í vörn við hvert einasta atriði sem hallar á þig í þessu icesave máli , hver einasta frétt tekin og rökkuð niður. Er ekki bara málið að þessi fréttastuðningur á við rök að stiðjast . Greinilegt er að þú ert að etja hér við of stórt mál til að sigrast á því . Enda vinnst sigur í þessu máli að hálfu Nei kjósenda í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

  2. Góni, vertu úti. Þar sem þú hefur sýnt fram á það án nokkurs vafa að þú skilur ekki þetta mál, eða hugsanlegar afleiðingar þess ef við stöndum ekki við skuldbindingar okkar. Ef íslendingar hafna Icesave lögunum eins og þau liggja fyrir í dag, þá er það einangrun og stöðnun sem bíður íslendinga. Sú hugmynd sem þú hefur af heiminum er einfaldlega röng.

  3. Það er afleitt að stjórnarsinnar fagni vondum fréttum en dragi úr gildi jákvæðra frétta. Við eigum öflugan stuðningsmann í Evu Joly, sem vinnur (Steingrímur myndi segja hörðum höndum, nótt og dag)að því að styrkja stöðu okkar (kauplaust). Samfylkingarmenn gæta þess að nefna hana ekki á nafn.

  4. marat, það má vel vera að Eva Joly (Evrópuþingmaður) hafi margt til síns máls. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að íslenska ríkið tók lán fyrir Icesave skuldbindingum haustið 2008. Þau lán þarf að greiða til baka, eins og önnur lán sem hafa verið tekin síðan efnahagshrunið átti sér stað.

  5. Íslenska ríkið tók ekki lán haustið 2008. Það er ósatt. Til þess hefði þurft heimild Alþingis.

  6. ´Veistu Jón , ég ætla mér að draga mig í hlé smá stund ,, koma svo aftur þegar nyjrir og betri samningar eru komnir í höfn , og við íslendingar erum með bein í nefinu og við hræðumst ekki neitt . annað en þú sem virðist vera með allt á hornum þér .

  7. Góni, það eru engir betri samningar en þetta í boði. Ríkisstjórnir Bretlands og Hollands eru búnar að fá nóg af bjánaskapnum og töfunum í íslendingum útaf þessu tiltölulega einfalda máli. Svona athugasemd eins og þú kemur með hérna er ekkert nema toppurinn á skömm íslendinga í þessu máli.

    Íslendingum er ennfremur engin vorkunn af því að fá á sig almennilega gagnrýni reglulega, enda búa margir íslendingar hreinlega í einhverjum draumaheimi sem er ekki til.

  8. frétt eða fréttatilkynning er ekki sama og lán. Ríkið getur gert alls kyns fjárhagslega samninga, en það er ávallt með fyrirvara um samþykki Alþingis.

  9. Þú getur ekki fullyrt að neitt betra sé til í boði , hvað er þetta ,,comon hvar er kærleikurinn , afhverju þarf allt að snúast um að allt sé vonlaust og við íslendingar séum bjánar og lúðar . Svakalega mikil neikvæðni í gangi hjá þér Jón minn . Og að seigja að við íslendinar eigum þetta bara skilið ,þó svo að ástandið hér sé bara víkinga auðmönnum og einhverjum fleiri glæpamönnum um hér að kenna , en þú vilt skella allri skuldinni á þjóðina JÓN hummm þér finnst semsagt bara eðlilegt að börn og barnabörn okkar lifi í fátækt . Ekki myndi ég treysta þér fyrir að sjá um samningarmál eða önnur stærri,eða smærri mál fyrir hönd íslands. sveiattan Jón .

  10. Góni, vextinir á núverandi samningum eru mjög lágir. Þetta er bara staðreynd miðað við stöðu Íslands í dag á alþjóðlegum lánamörkuðum.

    Annars leiðist mér þessi tröllaskapur í þér. Farðu því með hann annað en á mína vefsíðu.

  11. Hemm… thessi „jakvaeda“ umfjollun, alla vegana i UK er held eg ekki beint haegt ad lesa sem studning vid Island. Heldur myndi eg lita a thetta sem einn lid i kedju af neikvaedri umfjollun um bresku rikisstjornina sem stendur hollum faeti nuna…

  12. Góni, þessi hálvitaskapur í þér er orðin þreyttur. Þú hefur ennfremur ekki getað staðið fyrir málinu þínu með neinum haldbærum rökum.

    Vertu úti.

  13. Jón þú ert bara bjáni og ekki svara vert að vera að ræða þetta frekar við þig . farðu bara að fjalla um eitthvað annað en icesave .

  14. Jesús minn , ertu farinn að hlusta á hrokann í Dönunum . Þeir eru ennþá sárir eftir að við skyldum við þá hér í den . eina norðurlandaþjóðin sem virkilega er að skjóta okkur í bakið . Ég legg til að þú flytir til danmerkur eins og þú stefndir að Jón minn , Verður flottur þar með vitleysingunum þar.

  15. Góni, þetta er enginn hroki í dönum. Ég ætla að benda þér á þá staðreynd að danir vöruðu íslendinga við stærð bankanna og því að kerfið gæti allt saman sprungið uppí andlitið á íslendingum. Hvað gerðu íslendingar ? Ekki tóku þeir þessum ráðum og löguðu til hjá sér, nei aldeilis ekki. Þeir sökuðu dani um hræsni og héldu áfram að haga sér eins og fífl. Niðurstaðan varð síðan hrun haustið 2008, hrun sem er eingöngu íslendingum að kenna.

    Þannig að málflutningur þinn Góni er ekkert nema della, svona jafn mikil della og það sem kemur frá sjálfstæðisflokknum þessa dagana. Bæði innan og utan Alþingis.

  16. En og aftur gleymiru þér bjáni . Þú talar um „hvað gerðu íslendingar??“ víst voru þeir íslendingar , en þetta voru fáir íslendingar sem voru uppfullir af ranghugmyndum og svakalega er það ósanngjarnt að dæma heila þjóð uppfulla af íslendum fyrir gjörðir þessara manna . Þú virðist ekki ná samhenginu . Hengir allt á fáa menn en setur þá í slkól á bak við heila saklausa þegna þjóðarinanr .

  17. Góni, íslendingar kusu ítrekað þau stjórnvöld sem voru valdur að þessu ástandi hérna á landi. Þar liggur sameiginleg ábyrgð íslendinga. Svona útúr snúningur eins og sá sem þú kemur með hérna er ekkert nema tilraun til sögufölsunar á því sem hefur verið að gerast síðustu ár á Íslandi.

    Allir íslendingar bera ábyrgð á þessu ástandi. Ábyrgðin er bara mismikil eins og vera ber.

    Annars er ég orðin þreyttur á þessum tröllaskap hjá þér. Ég mælist því til þess að þú haldir þig úti. Ef þú gerir það ekki, þá mun ég setja þig útaf þessari vefsíðu. Svona málflutningur eins og sá sem þú ert með hérna er einfaldlega ekki boðlegur í umræðuna.

Lokað er fyrir athugasemdir.