Alain Lipietz tók ekki þátt í að semja ESB lög um innistæðtrygginar

Ég sé að á Vísir.is er verið að flagga samflokksmanni Evu Joly, honum Alain Lipietz sem höfundi innistæðtrygginakerfis ESB. Þetta hljómar allt saman voðalega vel þangað til að staðreyndinar eru skoðaðar. Það sem gerist þegar staðreyndinar eru skoðaðar er þetta hérna.

Þá kemur í ljós að þessi maður kom aldrei nokkurntíman nálægt því að semja innistæðtrygginalög ESB, hvorki fyrr eða síðar. Enda voru upprunalegu lögin samþykkt árið 1994, og Alain Lipietz var ekki kosin inná Evrópuþingið fyrr en árið 1999, hann komst aftur inná Evrópuþingið í kosningum árið 2008.

Hérna er vefsíða hans á Evrópuþingsvefnum, og hérna er Wiki vefsíðan um mannin. Því miður gjaldfellir þetta kjaftæði málflutning Evu Joly talsvert mikið að mínu mati.

7 Replies to “Alain Lipietz tók ekki þátt í að semja ESB lög um innistæðtrygginar”

  1. Eva sagði heldur ekki að hann væri höfundur að, heldur nauða kunnugur þessum reglum og það tóku bæði Egill og maðurinn sjálfur fram! Hvað Vísir segir er ómarktækt eins og flest annað þar og á ekki að gjaldfella eitt eða neitt!
    Ragnar

  2. Ragnar, það er ekkert í yfirliti um hann á Evrópuþingsvefnum sem bendir til þess að maðurinn sé „nauða kunnugur“ þessum lögum. Nákvæmlega ekki neitt.

    marat, íslendingar munu þurfa að borga afskaplega lítið ef ekki neitt af Icesave þegar á reynir. Reyndar er Icesave minna en gjaldþrot Seðlabanka Íslands, sem hljómaði uppá ~600 milljarða. Icesave verður líklega mun minna en það, og er með lengri lánstíma heldur en SÍ. Þannig að svona bull eins og þú kemur með er ómarktækt.

  3. Um smjörklípuna „gjaldþrot SÍ“: SÍ prentaði íslenskar krónur og lánaða bönkunum um 400 millj. gegn veðum sem svo reyndust svo verðlítil þegar allt hrundi. Í bókhaldstiltekt keypti ríkið þessi veð af SÍ og lét hann hafa skuldabréf í staðinn. Skuld ríkisins vegna „gjaldþrots SÍ“ er semsagt við SÍ — semsagt ísl. þjóðin skuldar sjálfri sér þessa upphæð.

    Vissulega tapaði SÍ peningum við hrunið en samanburður við Icesave samninginn til að gera lítið er því er óheiðarlegur.

    Ps. Lipietz kom að samningu laga frá 2000 sem fjölluðu um eftirlit með bönkum/innistæðusjóðum skv. kynningu í Silfrinu.
    Vissulega tapaði SÍ peningum við hrunið en samanburður við Icesave samninginn til að gera lítið er því er óheiðarlegur.

    Ps. Lipietz kom að samningu laga frá 2000 sem fjölluðu um eftirlit með bönkum/innistæðusjóðum skv. kynningu í Silfrinu.

  4. Hafsteinn, þetta er rangt. Skuld er alltaf skuld, þó svo að ríkið skuldi sjálfu sér. Þú verður að huga að því að Seðlabanki Íslands getur ekki bara prentað peninga til þess að borga þessa skuld.

    Öll lög um bankastarfsemi innan ESB/EES er að finna hérna, http://ec.europa.eu/internal_market/bank/legislation/index_en.htm

    Lög um innistæðutryggingar voru ekki endurskoðuð fyrr en í bankakreppunni árið 2008. Þannig að þessar fullyrðingar standast ekki.

  5. Það er allt gert til að halda í völd, jafnvel þó það þýði að fara gegn vilja þjóðarinnar og vinna gegn hagsmunum landsins…

    Núna er paradísin ykkar, ESB, farinn að tala gegn ykkur… vandræðalegt…

    Þetta minnir mann óneitanlega á annan flokk sem var hér við völd ekki alls fyrir löngu…

    Enda enginn munur á D(riti) og S(kít)

  6. Ólinn, þetta er einfaldlega rangt hjá þér með ESB. Enda hefur ESB ekkert verið að skipta sér að þessari deilu, ef til þess hefur komið þá er það vegna beiðna aðildarríkja ESB um slíkt. Framkvæmdastjórn ESB hefur ekki komið með neinar tilkynningar um Icesave deiluna.

    Hvað einn Evrópuþingmaður segir skiptir engu máli í þessu tilliti. Enda hefur sannast að fullyrðingar þessa manns eru ekkert nema uppspuni, eða hreinlega byggðar á röngum upplýsingum sem hann hefur fengið. Ég veit ekki hvort er, og það skiptir litlu máli hvort sem er. Það sem skiptir máli er sú staðreynd að hann fór með rangt mál í íslenskum fjölmiðlum.

    Þessar fullyrðingar sem þú setur fram hérna eru ekkert annað en uppspuni og lygi. Það einfaldlega ber að kalla þetta slíkt, enda er þetta ekkert annað.

    Ólinn, ennfremur bið ég þig að vera úti. Þar sem lygarar og rugludallar eru óvelkomnir á mitt blogg.

Lokað er fyrir athugasemdir.