Mjólkurfernur

Hvernig stendur á því að þær mjókurfernur sem MS framleiðir eru svona leiðinlegar. Það er nefnilega illa hægt að loka þessum litlu fernum, stundum er ennþá verra að opna þær. Ég er alveg vissum að þessar mjólkufernur spara nokkrar krónur í framleiðslu fyrir MS en sem neytanda þá finnast mér þessar mjólkufernur vera til vandræða, enda illa hægt að loka þeim þegar þær hafa verið opnaðar. Og ef þær detta á hliðina þá er maður í mjög vondum málum, enda illa lokaðar og þá fer mjólkin um allt saman.

Að mínu áliti þá ætti MS að skipta yfir í 1 lítra mjólkurfernur sem eru með samskonar loki og er á 1.5 lítra fernunum, enda er það mun betri aðferð til þess að loka svona fernum. Einnig sem það er minni hætta á því að mjólkin fari um allt hjá manni, ef að mjólkurfernan dettur á hliðina og það er búið að opna hana og reyna að loka henni.