Matvörur hækka í verði

Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvernig farið er með fólk hérna á landi. En á Íslandi er langhæsta matvælaverð í heiminum og það fer hækkandi þessa dagana vegna þess að byrgjar eru að hækka verðið hjá sér um 3 – 5%, jafnvel meira. Og þessi hækkun kemur á undan skattalækkun ríkisstjórnarinnar sem tekur gildi þann 1 Mars, 2007. Þær afsakanir sem hafðar eru uppi fyrir þessum hækkunum eru þær að laun hafi hækkað, álagning hafi hækkað osfrv. En ég er þess fullviss að ef þetta yrði skoðað nánar þá kæmi í ljós að engin af þessum afsökunum þeirra sem flytja inn matvöru stæðist nánari skoðun. Að mínu mati er hérna um að ræða ekkert nema hreina græðgi hjá umræddum byrgjum og verslunum sem að þessum hækkunum standa. Matarverð á Íslandi verður ennþá hærra og það var dýrt fyrir og almenningur í landinu blæðir út peningalega vegna þessa.

Hérna er frétt Rúv um hækkandi matvælaverð hérna á landi.