Blekkingar InDefence hópsins

Það var talsvert sorglegt að sjá fréttir af fréttamannafundi InDefence hópsins vegna nei herferðar þeirra gegn Icesave samningum sem þeir eru núna að fara í. Það er ekki nóg að InDefence tali um lögfræðiálit sem þeir hafa sjálfir ekki birt. Heldur halda þeir fram hlutum um Icesave málið sem er löngu búið að afsanna sem tóma þvælu í þeirra málflutningi, og oft á tíðum ekkert annað en lygi.

Annars einkennist málflutningur InDefence liða af tilfinngarökum og lygum, einnig sem að þeir vona að almenningur hafi ekki kynnst sér Icesave málið að neinu leiti og vona þannig að ekki komist upp um blekkingar þeirra. Það liggur einnig fyrir að InDefnec hópurinn er raunverulega að reyna að fella ríkisstjórnina, og tryggja þannig að spilltur sjálfstæðisflokkurinn komist til valda, ásamt hálf ónýtum framsóknarflokki.

Það sem ég skil þó ekki er sú staðreynd afhverju fjölmiðlar á Íslandi hafa ekki tekið þennan Icesave hóp á mottuna og upplýst almenning um það hverjir raunverulega standa á bak við InDefence hópinn.

Nánar um þetta mál.

Svar til Indefence-liða
Þjóðaratkvæðagreiðsla: nei, takk

One Reply to “Blekkingar InDefence hópsins”

  1. Gæti ekki verið meira sammála þér. Og hissa (og leið) á þjóð minni að sjá virkilega ekki í gegnum þennan málflutning þeirra. Ég hef enga, nákvæmlega enga, trú á því sem að baki samtakana standa beri hag íslenks almennings fyrir brjósti (þá á ég við bakvið tjöldin). Frekar að beri mikla, mjög mikla, ábyrgð á því hvernig fyrir íslenskum almenning er komið í dag.

Lokað er fyrir athugasemdir.