Ólöglegar hótanir eigenda Staðarskála gegn Bæjarhreppi

Það kemur fram í Fréttablaðinu núna í dag Staðarskáli hafi komið í veg fyrir með hótunum að Olís geti reyst þar bensín og þjónustmiðstöð, sem mundi þá sérstaklega þjóna þeim sem eru að koma frá Hólmavík og eru á leiðinni suður eða annað. Fyrir það fyrsta þá er þessi hegðun eigenda Staðarskála kolólögleg, enda er ólöglegt að koma í veg fyrir samkeppni með hótunum eins og hérna er gert. Það er einnig alvarlegt að eigendur Staðarskála skulu vera að hóta lögbundum yfirvöldum hérna á landi, í þessu tilfelli sveitarstjórn Bæjarhrepps.

Það er einnig ljóst að með þessum hótunum, þá eru eigendur Staðarskála að koma í veg fyrir samkeppni og auka þannig kosti fólks sem þarna ferðast um svæðið. Enda er augljóst að Staðarskáli er með þessari hegðun sinni að viðhalda einokunarstöðu á bensín og þjónstu við þjóðveg eitt í Hrútafirði og nálægum svæðum. Það er því augljóst að Samkeppniseftirlitið er í fullum rétti að skoða þetta mál og sekta Staðarskála fyrir ólöglega hegðun og fyrir að koma í veg fyrir eðilega samkeppni í Hrútafirði. Sveitarstjórn Bæjarhrepps þarf einnig að vaxa hryggur og taka á þessum hótunum eigenda Staðarskála, enda gengur ekki að eigendur fyrirtækis komist upp með það að ógna réttkjörnum fulltrúum sveitarfélagsins Bæjarhrepps.

Frétt Fréttablaðsins.

Hótanir í Hrútafirði vegna bensínstöðvar