Mjög kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í nótt hófst mjög kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Jarðskjálftahrinan á upptök sín nærri Geirfugladrangi á Reykjanesi. Stærstu jarðskjálftar í þessari hrinu hafa náð stærðinni ML4.1 samkvæmt sjálfvirku mælakerfi Veðurstofu Íslands. Mjög mikið er um jarðskjálfta í þessari hrinu og virðist jarðskjálftahrinan vera að aukast þessa stundina ef eitthvað er.

Ég mun skrifa meira um þessa jarðskjálftahrinu ef þess þarf.

One Reply to “Mjög kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg”

  1. Þetta er stórkostlegur viðburður, og ekki lokið enn. Ég sé að skjálftarnir ná upp á Reykjanesskaga einnig.

Lokað er fyrir athugasemdir.