Íslendingar eru þjóðin sem vildi ekki borga

Íslendingar eru þjóðin sem vill ekki borga skuldir sínar vegna glannalegarar hegðunar á alþjóðlegum markaði. Það er nefnilega staðreynd, þó svo að íslendingar vilji ekki viðurkenna það fyrir sjálfum sér eða öðrum að útrásin var með vilja og samþykki íslensku þjóðarinnar, og allir þeir sem settu sig á móti útrásinni eða gagnrýndu hana voru kallaðir öllum illum nöfnum.

Til er nóg af blaðgreinum því til sönnunar ef fólk hefur áhuga upp á því að rifja upp söguna. Gallin er að flestir íslendingar vilja vilja ekki rifja upp útrásina, eða skoða þá sögu og læra af mistökunum. Frekar vilja íslendingar sitja fastir við sinn keyp og neita öllu, og neita að borga fyrir sín mistök og afleiðinar gjöra sinna.

Ég er maður sem tek afleiðingum gjörða minna. Hinsvegar er ljóst að fólk sem tekur afleiðingum gjörða sinna er orðið sjaldgæft á Íslandi. Ástæðan fyrir því er mjög einföld, allt þetta fólk er flutt erlendis og er ekki líklegt til þess að koma aftur til landsins á meðan íslenska þjóðin hagar sér eins og smákrakki í frekjukasti.

Það sem varð kveikjan að þessum skrifum.

Icesave: Íslendingar hafa fengið “tilboð sem þeir geta ekki hafnað”

Ég ætla síðan að benda á þjóðina sem borgaði skuldir sínar. Sú þjóð heitir Finnland. Enda nutu Finnar betri lánskjara þegar á reyndi hjá þeim eftir að þeir borguðu skuldir sínar.

The Country That Paid its Debts

[Texti uppfærður klukkan 17:04 þann 19. Febrúar 2010.]

6 Replies to “Íslendingar eru þjóðin sem vildi ekki borga”

  1. Þetta er ekki spurning um að vilja borga eða ekki, þetta er spurning hvort ríkissjóður geti borgað og
    þá hvernig.

    Þú virðist ekki gera þér grein fyrir því valdi sem fjölmiðlar hafa og ég mæli sterklega með því að þú kynnir þér það og skoðir áður en þú heldur áfram.

  2. Ríkissjóður getur alveg borgað. Það er ekki vandamálið. Vandamálið er að íslendingar vilja ekki borga fyrir sitt eigið klúður og sína græðgi.

  3. Íslendingar kusu yfir sig óhæfa stjórnmálamenn í hverjum kosningum á fætum öðrum. Þrátt fyrir alla spillinguna og valdagræðgina sem var hverjum augljós. Síðan í dag er fólk að kenna núverandi stjórnvöldum um hrunið, þó svo að þau séu ekki að gera annað en að þrífa upp ósóman eftir sjálfstæðisflokkinn og framsóknarflokkinn.

  4. Hvernig er verið að þrífa upp þennan ósóma?
    Gæti kanski verið að kerfið sé svona mein gallað ekki fólkið sjálft?

Lokað er fyrir athugasemdir.