Rafsegulsvið veldur ekki krabbameini eða öðrum sjúkdómum

Það eru ótrúlega margir sem trúa því að rafsegulsvið valdi krabbameini og öðrum sjúkdómum. Fullyrðingar þess efnis eru kolrangar og eiga ekki við nein vísindaleg rök að styðjast. Enda erum við alltaf í rafsegulsviði alla daga ársins frá fæðingu. Allir hlutir í alheiminum (nema kannski dark matter) gefa frá sér rafsegulsvið, eða annarskonar bakgrunnsgeislun.

Það er því raun fáránlegt að lesa svona fréttir Á Vísir.is þar sem fullyrðingum er hent fram án þess að þær séu í raun sannaðar, eða tekið fram að þær séu í raun ekki sannaðar vísindalega.

Frétt Vísir.is.

Ekkert eftirlit með rafsegulsviði

2 Replies to “Rafsegulsvið veldur ekki krabbameini eða öðrum sjúkdómum”

  1. Af hverju er þá verið að setja hámark um þessa geislun í t.d. íbúðarhúsnæði. Er ekki fullmikið að fullyrða þetta! Einu sinni snérist sólin um jörðina – var það ekki! Hún er víst hætt því núna.
    Það hafa margir fengið betri líðan eftir að rafsegulsviðum hefur verið breytt/eytt í húsum þeirra.

    Ragnar

  2. Rafsegulsvið getur og hefur valdið skemmdum á raftækjum, og því er nauðsynlegt að halda henni niðri af þeim orsökum. Reyndar getur sólstormur eyðilagt raftæki með því að búa til öflugt segulsvið og rafsegulsvið á Jörðinni. Við lifum í þessum, og höfum í reynd þróast í kringum rafsegulsvið núna í ~3 milljarða ára.

    Það er einnig vert að benda á þessa hérna grein frá árinu 1996.

    http://notendur.hi.is/magjoh/almfr/alm/rafsegul.html

Lokað er fyrir athugasemdir.