Vaxandi jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli

Síðastliðinn sólarhring hefur verið vaxandi jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli og hafa orðið margir smáir jarðskjálftar í eldstöðunni síðasta sólarhring. Svoleiðis virkni er ekki óvenjuleg og hefur ekki verið það síðustu mánuði. Það sem er þó óvenjulegt núna er að jarðskjálftavirknin virðist vera vaxandi núna á síðustu klukkustundum, en mjög þétt jarðskjálftavirkni hófst í morgun klukkan 06:54 UTC með jarðskjálfta uppá ML2.5 samkvæmt sjálfvirku mælakerfi Veðurstofu Íslands. Það hafa ekki neinir stórir jarðskjálftar komið fram í Eyjafjallajökli, og það er ekkert sem bendir til þess að Eyjafjallajökull sé að fara að gjósa á þessari stundu.

Hinsvegar þýðir jarðskjálftahrinan sem er núna í gangi í Eyjafjallajökli að kvikan þar undir er komin á mikla hreyfingu og mun því valda fleiri jarðskjálftum á næstu klukkutímum. Það er hinsvegar ljóst að ef núverandi þróun heldur áfram í Eyjafjallajökli, þá mun þarna verða eldgos innan nokkura mánaða eða jafnvel ára.

2 Replies to “Vaxandi jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli”

  1. Sæll….
    Rakst á þessa áhugaverðu síðu hjá þér…og búin að setja hana hérna í Bookmark toolbar hjá mér.. Er mikil áhugamanneskja um eldgos,jarðskjálfa og fylgist vel með „virkninni“ á síðum veðurstofunnar.
    Helga

Lokað er fyrir athugasemdir.