Blekkingar, rangfærslur og lygar um ESB í umræðunni

Það er hrikalegt að hluta á málflutning andstæðinga ESB. Eins og venjulega þá er málflutningur andstæðinga ESB uppfullur af rangfærslum og lygum um ESB. Það er þó verra þegar þessi málflutningur kemur frá þingmönnum inná Alþingi Íslendinga. Sérstaklega í ljósi þess að þar er fólk í miklum ábyrgðarstöðum sem fulltrúar þjóðarinnar, hvort sem það er í stjórn eða stjórnarandstöðu.

Það er nefnilega mjög alvararlegt að ef þingmenn geta farið með rangfærslur í einu máli, þá er nefnlega alveg eins víst að þeir fari með rangfærslur í öðrum ótengdum málum á Alþingi og utan þess.

Það var því talsvert hallærislegt að heyra lyganar í þingmanni sjálfstæðisflokksins núna í Kastljósi á Rúv núna áðan. Þar sem þingmaðurinn (sem ég man ekki hvað heitir) kom með rangfærslur eins og aukið atvinnuleysi við inngöngu í ESB og aðrar slíkar lygar. Sérstaklega í ljósi þess að íslendingar hafa notað atvinnulöggjöf ESB síðan árið 1994, með síðari breytingum. Sama má segja um fullt af annari löggjöf ESB sem íslendingar hafa þurt að innleiða í gegnum EES samninginn, samkvæmt þeim ákvæðum sem þar gilda. Það er ennfremur lygi hjá viðkomandi þingmanni og öðrum andstæðingum ESB að ESB muni koma með pening inní kosningabaráttuna um aðildarsamninginn hérna á landi. *Það er staðreynd að ESB hefur aldrei blandað sér í kosningarbaráttu um aðildarsamning hjá neinu af þeim ríkjum sem hafa sótt þar um frá upphafi, eða á síðustu árum. Ísland verður þar engin undantekning á þeirri reglu.*

Ég skora því á fólk að kynna sér málið á internetinu og nota google eða heimasíðu ESB. Þar sem hægt er að fletta upp lögum og öðrum upplýsingum um ESB og þá málaflokka sem eru undir stjórn ESB og aðildarríkja þess.

Heimasíða ESB.

[Texti uppfærðingur klukkan 22:43 þann 24. Febrúar 2010. Texta sem var bætt inní er merktur með stjörnu.]