Öfgahópurinn Nýtt Ísland

Það þarf enginn að vefjast í vafa um það að samtökin (nánar hópurinn, þessi „samtök“ virðast ekki hafa kennitölu sem samtök á Íslandi). Þessi hópur sem kallar sig Nýtt Ísland er nánar ekkert annað en hópur rasista og þjóðernissinna, gildir einu hvernig þeir afsaka sig með þessu eins og oft er gert hérna á landi. Algeng afsökun í þessum efnum er að einhverjir meðlimir séu giftir útlendingum og séu vegna þess ekki rasistar, eða fasistar eftir efni. Það er hinsvegar þannig að ekki er hægt að taka slíka afsökun gilda, þar sem þetta segir ekkert um hópin sem heild, og það er það sem gildir þegar svona hópar eru skoðaðir. Enda eru hérna ekki einn stakur einstaklingur sem er að framkvæma, heldur hópur fólks sem starfar sem ein heild.

Öfgahyggja Nýs Íslands kemur vel fram í stefnumálum þessa hóps. Hérna eru nokkur af þessum stefnumálum sem þessi hópur heldur á lofti.

* Jarðgangnagerð afnumin og boðið út til einkaaðila.

* Til að viðhalda atvinnuleysistyrk þyrfti t.d. 30% vinnuskyldu eftir 3 mánuði fyrir hið obinbera. Vinnuskylda fyrir hið obinbera getur verið til að mynda: skipanir í stjórnir og nefndir, það færist til fólks sem er á atvinnuleysisstyrk, vegna sérstæðra aðstæðna á Íslandi. Pólítískar skipanir í nefndir og stjórnir af hinu obinbera verði hætt. Hér hefði verið hægt að bjóða 200 hæfum atvinnulausum einstaklingum vinnu af hinu obinbera. Skoðið vel listann: Skipanir Össurar Skarphéðinssonar . Allt fólk í mjög góðum störfum með góð laun. Hér hefði verið hægt að taka aðrar pólítískar ákvarðanir og bjóða hæfu atvinnulausu fólki störfin.

* Forsetaembættið lagt niður.

* Ríkisiútvarpið einkavætt og selt hæstbjóðenda, ný fjölmiðlalög lögð fyrir þjóðina. Komið verði upp neyðarrás á FM og Stuttbylgju, einnig neyðarstöð Almannavarna í sjónvarpi, rekstrarkostnaður pr. ár innan við 100 millj.kr.

* Rannsókn verði stórefld og margfalt meira fjármagni veitt til að velta öllum steinum við, (margfalt meira fjármagn, það skilar sér tilbaka í formi endurheimtingar á fjármagni í sem komið hefur verið undan).

Stjórnmálaflokkar á Íslandi bera nær enga ábyrgð.
Það er Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að þakka að hér á landi hefur verið gerð ákveðin atlaga að því að steypa heilli þjóð i algjöra glötun, vel má vera að það hafi verið framkvæmt af ákveðnu gáleysi og tómlæti. Er hægt að draga forsvarsmenn þessara flokka fyrir Landsdóm? Það er nær óhugsandi vegna samtryggingakerfis stjórnmálaflokkanna. Margir vonuðust eftir því að Vinstri hreyfingin Grænt framboð myndu hér taka til hendinni og ganga í þau verk að hreinsa til, aldeilis ekki, þeir eru engu skárri, hugsanlega hungraðari í völd en peninga, ólíkt hinum flokkunum þremur sem hafa bæði markmið, völd og peninga, (því til stuðnings má skoða styrkjaveitinga til téðra stjórnmálaflokka).

Því er það nauðsynlegt að við náum að leggja starfsemi spilltu stjórnmálaflokkanna niður og nýtt upphaf geti hafist. Er það nauðsynlegt að við Íslendingar þurfum 63 þingmenn? Þurfum við Alþingi? Þurfum við stjórnmálaflokka? Er hægt að hugsa Ísland án stjórnmálaflokka? Nýtt Ísland þarf beint lýðræði fólksins í landinu, fólkið sem byggir landið.

* AGS verði vísað úr landinu, Samið um endurgreiðslu vegna þeirra lána sem þeir hafa útdeilt til ríkisstjórnar Íslands.

* Umsókn um aðild að ESB verði dregin til baka.

* Kannað verði með kaup á olíu og eldsneytisbirgðum frá Rússum, Bandaríkjamönnum, Kandan eða Kínverjum. Tryggja þarf stöðugleika á Íslandi t.d. í skiptum fyrir hlutdeild í olíu leitarsvæðum á Drekasvæðinu. Flestar ofangreindar þjóðir eru framarlega í vinnslu til leitar og framleiðslu á olíu. Einnig verði tryggt gott samstarf við aðrar þjóðir.

Íslendingar við eigum að bera virðingu fyrir störfum Lögreglunnar.
Almenna ókurteisi og dólgslæti við lögreglu á ekki að lýða. Á Íslandi þarf einmitt að byrja á einföldu hlutunum, þ.e.a.s. ef við getum ekki borið virðingu fyrir störfum Lögreglunar. Þá getum við ekki borið virðingu fyrir almennum lögum og reglum, því þarf á almennum viðhorfsbreytingum til að hér verði byggt upp réttlátara samfélag. Stöndum saman um fulla virðingu fyrir störfum Lögreglunnar.

Tekið af vefsíðu Nýs Íslands.

Þegar þessi texti er skoðaður nákvæmlega, þá kemur í ljós að þetta eru atriði úr stefnuskrám allra stjórnmálaflokka á Íslandi. Mismunandi mikið eftir atriðum þó. Þetta er þó aðalega mynd sem er sett útá við fyrir almenning. Þar sem þannig getur þessi hópur aflað sér stuðnings í þjóðfélaginu, með það fyrir augum að gera hérna stjórnarbyltingu, fella núverandi ríkisstjórn og stjórnskipan, en það er tilgangur þessa hóps þegar nánar er farið yfir skoðanir og yfirlýsta stefnu þessa hóps og þær aðgerðir sem þessi hópur hefur staðið í undanfarna mánuði. Slíkt getur aldrei boðað neitt gott ef þessum hópum verður eitthvað úr verki, og tekst jafnvel að komast til valda. Enda eru svona hópar með tilhneigingu til einveldis þegar þeir komast til valda.

Það er einnig talsvert merkilegt að sjá þetta fólk tala um lög og reglu, þegar það leggur á sig að brjóta sem felst af þessu sömu lögum og reglum sem það leggur til með að annað fólk fylgi.

Sá sem stendur á bak við þessum hóp heitir Sveinbjörn Ragnar Árnason (hann er skráður fyrir léninu samkvæmt whois) og rekur einnig fyrirtækið Bílamarkaðurinn, og selur þar bíla og annað tengt bílum. Þessa stundina þá virðist þessi maður hafa náð að safna í kringum sig litlum hópi af fólki sem stundar þessi morgunmótmæli fyrir framan heimili fólks, í trássi við friðhelgi einkalífsins og tengd lög.

Þessi hópur er stórvarasamur að mínu áliti, enda er hann settur upp á fölskum forsendum og þjónar eingöngu sem útrás fyrir þann sem stofnaði þennan hóp. Því miður er svona öfgahópum gert alltof hátt undir höfði á Íslandi, og það er óásættanlegt að mínu mati.

One Reply to “Öfgahópurinn Nýtt Ísland”

Lokað er fyrir athugasemdir.