Munu sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn komast aftur til valda á Íslandi ?

Það stefnir í að núverandi ríkisstjórn springi ef að íslendingar fella Icesave málið í þjóðaratkvæði, eins raunin virðist ætla að verða. Við slíkar aðstæður munu sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn komast aftur til valda og drepa allar rannsóknir á málefnum bankahrunsins hið sama. Í kjölfarið mun kreppan á Íslandi dýpka, fleiri íslendingar tapa vinnunni og lenda í vandræðum. Einnig er víst að verðbólgan muni aukast og kaupmáttur mun minnka ennþá frekar frá því sem nú er, enda mun gengi krónunar falla gífurlega við það að Ísland fer í ruslflokk hjá alþjóðlegum matfyrirtækjum.

Íslendingar geta auðvitað komið í veg fyrir þetta, en þá verða þeir sætta sig við að borga skuldir sem komu til vegna Landsbankans og gjaldþrot hans. Þó svo að viðkomandi atburðarrás komi til, þá er augljóst að Icesave verður óborgað og verður að borga óháð þeim stjórnmálaflokkum sem eru við völd á Íslandi.

Það er þó augljóst að vonlaust er að hleypa þeim stjórnmálaflokkum sem hönnuðu hrunið á Íslandi, og í reynd ollu því að íslenska efnahagshrunið átti sér stað til að byrja með því að leyfa vinum sínum að taka bankakerfið og leggja það í rúst með yfirskuldsetningum, svindli og almennum þjófnaði. Þetta fólk stoppaði ekki við bankan, heldur tók það niður með sér allt efnahagslíf Íslands og lífskjör almennings á sama tíma.

Það má einnig minnast þess að íslenska samninganefndin gat gengið útaf fundum. Þó svo að hann væri haldin í íslenska sendiráðinu. Þar sem það eru nú fleiri en eitt herbergi í þessu sendiráði Íslands í Bretlandi.

Frétt Pressunar um hugsanlega stjórnarkreppu.

Hollendingar og Bretar vildu ekki ræða vaxtakjör – Stjórnarkreppu spáð á Íslandi