Jarðskjálfti uppá Mw8.8 verður í Chile

Samkvæmt USGS þá varð jarðskjálfti uppá Mw8.8 í Chile, nálægt nærri annari stærstu höfuðborg landsins, dýpi jarðskjálftans er talið vera í kringum 60km. Ekki hafa ennþá borgist neinar fréttir af tjóni á svæðinu þar sem jarðskjálftinn varð, en reikna má með að það sé umtalsvert. Flóðbylgjuviðvörun er í gildi fyrir Kyrrahafið, enda er líklegt að þarna hafi myndast flóðbylgja í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Þetta er annar stór jarðskjálftinn sem verður á innan við sólarhring. Í gær klukkan 20:31 nærri ströndum einnar eyjar sem tilheyra Japan. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw7.2.

Uppfært: Stærð jarðskjálftans getur breyst eftir því sem vísindamenn fá tíma til þess að fara yfir jarðskjálftagögnin. Ég mun breyta stærðinni í þessari færslu eftir nýjustu upplýsingum.

Frétt BBC News.

Massive earthquake strikes Chile