Vefurinn AMX lýgur til um íslenskan landbúnað og ESB

Á hægri öfgavefnum AMX er að finna þessa hérna færslu undir liðnum sem kallast fuglahvísl (þýðing, slúður og FUD).

Eins og að ofan greinir eru 95,7% svarenda í nýrri könnun Capacent Gallup sammála Bændasamtökunum um mikilvægi íslensks landbúnaðar. Gangi Ísland í ESB leggst íslenskur landbúnaður af í núverandi mynd. Evrópusamtökin breyta því ekki með árásum sínum á íslenska bændur eða samtök þeirra.

Tekið af vef AMX hérna.

Þessi hérna fullyrðing er ekkert annað en lygi. Eins og annað sem kemur frá peðum Davíðs Oddssonar, Björns Bjarnarsonar (fyrrverandi Dómsmálaráðherra) og Styrmi (fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins). Þess má geta að framsóknarmenn í Skagafirði taka undir þessa lygi hjá AMX og endurbirta þessa þvælu þar í heild sinni á vefsíðu sinni, sem hægt er að skoða hérna.

Það má búast við svona málflutningi frá nýfrjálshyggju liðinu hérna á Íslandi á næstu mánuðum og árum, eftir því sem ESB umsóknin verður viðameiri í umræðunni hérna á landi.

Ég með því að fólk kynni sér landbúnaðarstefnu ESB og sleppi því að hlusta á þessa lygi fólks sem hefur hingað til ekki gert annað en að hagnast á kostnað hins almenna borgara á Íslandi.

Vefsíða landbúnaðarstefnu ESB.
Lög ESB um landbúnað (einfaldað).