Lygaþvælan í formanni Bændasamtakana á Rúv

Formaður Bændasamtaka Íslands var núna fyrr í kvöld á Rúv að útskýra andstöðu sína á ESB, og snúa útúr þeim staðreyndum sem liggja fyrir um landbúnað innan ESB. Það er ennfremur ljóst að bændur tapa litlu, til ekki neinu við inngöngu Íslands í ESB. Ólíkt því sem Bændasamtökin halda fram hérna á landi. Það má ennfremur ekki gleyma því að sænsku Bændasamtökin studdu inngöngu Svíþjóðar í ESB á sínum tíma.

Þegar árstölur ESB fyrir landbúnað eru skoðaðar. Þá kemur í ljós að fullyrðingar Bændasamtaka Íslands eru eintóm þvæla, og standast ekki nánari skoðun. Fullyrðing Formanns Bændasamtakana um mjólkurmótmælin síðasta sumar var ennfremur röng. Þessi mótmæli bænda áttu uppruna sinn í þeirri staðreynd að mjólkurbændur í ákveðnum löndum innan ESB voru með gífurlega offramleiðslu í gangi eftir þensluárin á undan, og höfðu ekki dregið úr framleiðslunni þegar það fór að draga úr eftirspurn. Við það þá lækkaði verð til mjólkurbænda vegna offramleiðslunar og þá minnkuðu tekjur mjólkurbænda á sama tíma. Í fyrstu voru Landbúnaðarráðerrar ESB ríkjanna ekki tilbúnir að auka við landbúnaðarstyrki til mjólkurbænda, en þeir gáfu þó eftir á endanum vegna mótmæla bændanna og juku styrki tímabundið. Núna er þetta vandamál að mestu leiti úr sögunni, og því er notkun Bændasamtaka Íslands á þessum mótmælum fáránleg og úr öllu samhengi við raunveruleikan.

Það væri óskandi að Bændasamtök Íslands mundu halda sig við sannleikan þegar það kemur að málefnum í kringum ESB og þeim málaflokkum sem snúa að bændum. Það mun hinsvegar ekki gerast fyrr en íslendingar eru búnir að ganga í ESB. Ástæðan er mjög einföld. Þrátt fyrir að landbúnaðarkerfi ESB eigi við sín vandamál að etja eins og önnur kerfi, þá er landbúnaðarkerfi ESB margfalt betra og hagstæðara fyrir bændur og neytendur en það landbúnaðarkerfi sem rekið á Íslandi með milljarða tapi á hverju ári og gífurlegum styrkjum frá Íslenska ríkinu. Ennfremur þá hafa Bændasamtökin mjög mikla hagsmuni af því að viðhalda núverandi kerfi, þar sem það ráða lögum og lofum innan þess. Virðist þá litlu gilda hvaða ríkisstjórn er við völd hérna á landi.

Ártölur Eurostat fyrir ESB árið 2009.

Europe in figures – Eurostat yearbook 2009 (with CD-ROM)

Landbúnaðarstefna ESB (vefsíða ESB).
Q&A: Common Agricultural Policy (BBC News)
Lög ESB um Landbúnað (einfölduð).