Ónýtt Ísland

Fyrst eftir bankahrunið töluðu margir íslendingar um að taka sig á og breyta hlutunum. Það hefur ekki gerst. Í staðinn hefur þetta nýja Ísland sem allir töluðu um orðið að ónýtu Íslandi, þar sem meirihluti þjóðarinnar er ónýtur og vill ekki breyta neinu og tekur þar undir með leikstjórum og höfundum hrunsins í tveim stjórnmálaflokkum.

Þeir sem vilja fá breytingar fram eru hataðir eins og pestin, og þeir eru vinsamlegast beðnir um að halda kjafti eða flytja af landi brott. Á milli þess sem þeir eru kallaðir landráðamenn eða eitthvað þaðan af verra, sumt fólk er jafnvel sagt vera sjúkt, veikt og eitthvað þaðan af verra.

Síðan þykjast íslendingar vera hissa á því afhverju allt sé að fara laglega til fjandans á Íslandi. Íslendingar eru þjóð sem þarf að læra að skammast sín á tímabilum.

[Texti uppfærður klukkan 23:22 þann 8 Mars 2010.]