Er Alex Jurshevski trúverðugur ?

Maður að nafni Alex Jurshevski hélt því fram í Silfri Egils núna í dag að íslendingar ættu ekki að taka fleiri lán til þess að endurfjármagna skuldir sínar. Það er nauðsynlegt að benda á að þessi maður vinnur hjá inniheimtufyrirtæki fyrir kröfuhafa. Þetta fyrirtæki heitir Recovery Partners. Þeir eru meðal annars með þá þjónustu að endurskipuleggja skuldir þjóða og fyrirtækja. Ásamt því að kaupa upp skuldir og fyrirtæki ódýrt, síðan endurskipuleggja þeir fyrirtækin og skuldirnar. Síðan endurselja þeir fyrirtækin og græða á öllu saman.

Það er einnig áhugaverð staðreynd að þessi sami maður kallaði eftir því að íslenska þjóðin segði nei við Icesave samningum (sem hún svo gerði). Við það lá að íslendingar færu í greiðsluþrot vegna þess að neitað var að borga skuldbindingar sínar. Sem betur fer tókst ríkisstjórn Íslands að bjarga því fyrir horn. Ef það hefði gerst, þá hefði fyrirtækið hans örugglega boðið fram þjónustu sína við að koma skuldum Íslands undir stjórn og leysa úr tengdum vandamálum.

Það er ennfremur nauðsynlegt að fyrirtækið sem þessi maður stjórnar (hann er CEO) stundar það að kaupa upp skuldir fyrirtækja og þjóða. Á þessu lifir síðan hann og fyrirtæki hans þegar farið er að innheimta skuldina.

Eins og segir í Kandadískri grein.

„It’s getting brutal out there. The meltdown in the subprime mortgage sector, with its no-down-payment loans to high-risk homebuyers, could cause 1.7 million Americans to lose their homes, sending shock waves through the housing sector. Several multi-billion-dollar investment funds have either collapsed or are struggling to survive. And stock markets the world over have been in free fall. Four years of optimism have suddenly given way to fear. Finally, things are starting to look up for Toronto money manager Alex Jurshevski.

If that sounds at all odd, it’s not. Jurshevski is CEO of Recovery Partners, an investment firm he launched in 2005 to pursue the risky strategy of buying portfolios of underperforming corporate loans from banks in North America and Europe. By snatching up the debt of struggling companies, he aims to take over the businesses, turn their fortunes around, and resell them. It’s a precarious strategy, akin, he says, to safely catching a falling knife, but it’s one that promises huge returns.

[…]

In short, these are the scavengers of the capitalist eco-system, a kettle of vultures circling the corporate carrion below. And the smell of blood is long overdue. Low interest rates and a flood of cash have helped many troubled companies skirt certain demise in recent years, which has led to an era of record low defaults and put a strain on the entire sector. „The whole industry has been depressed because of the default rate,“ says Jurshevski, who, despite having $500 million at his disposal, has yet to put any of it to work. Now, as the subprime mortgage collapse sends ripples beyond the housing sector, some foresee a credit crunch spreading to other sectors. „I hope so,“ he says. „All the bad loans have already been made. They’re just waiting to turn bad, like fruit left out on the counter.““

Credit Crisis Good for Liquidators (2007)

Þegar spurt er hvort að Alex Jurshevski sé trúverðugur maður. Þá er svarið nei. Hann mundi ennfremur græða stórar fjárhæðir á því að Ísland færi í þrot.

Frétt Rúv.

Óráðlegt að taka fleiri erlend lán

2 Replies to “Er Alex Jurshevski trúverðugur ?”

  1. Kjaftæði. Þessi maður ætlar sér að græða á þessari kreppu hérna á Íslandi. Ekkert villandi við það eins og þú heldur fram hérna.

    Þessi starfsemi er mjög augljós, og svona þvæla eins og þú kemur með hérna breytir ekki neinu þar um.

Lokað er fyrir athugasemdir.