Ingibjörg Sólrún hefur rangt fyrir sér. Aðildarviðræðum við ESB ber að halda áfram

Ingibjörg Sólrún, fyrrverandi Utanríkisráðherra hefur rangt fyrir sér þegar hún heldur því fram að það sé best að fresta aðildarviðræðum við ESB. Það er vissulega rétt hjá henni að íslendingar kjósi frekar að kenna útlendingum um allt sem aflaga hefur farið hérna á landi. Enda hafa stjórnvöld ýtt undir þetta viðhorf með því að kenna ESB um gallaða íslenska löggjöf. Sem var eingöngu sett af íslendingum sjálfum, en ekki ESB. Besta dæmið í þessu tilfelli er innistæðutryggingalöggjöfin sem var byggð á rammalöggjöf ESB/EES en var engu að síður á ábyrð íslenskra stjórnvalda árið 1998 og fram til dagsins í dag. Í þá daga voru sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur í ríkisstjórn.

Besta leiðin til þess að berjast á móti fordómum og hatri er með því að stunda upplýsta umræðu um viðkomandi málefni. Það hefur gjörsamlega vantað upplýsta umræðu um ESB á Íslandi. Þess í stað hefur umræðan á Íslandi byggt á hræðsluáróðri frá sjálfstæðisflokknum, ákveðnum þingmönnum framsóknarflokksins, þingmönnum Vinstri Grænna, þingmönnum Hreyfingarinnar sem eru núna á Alþingi. Einnig má nefna hræðsluáróður frá Bændasamtökunum, LÍÚ, Heimssýn og fleiri samtökum sem gera hreinlega útá fáfræði íslendinga þegar það kemur að ESB og á hverju þau samtök byggja og hvernig þau starfa.

Ef aðildarumsókn Íslands hjá ESB verður stoppuð núna. Þá mun koma upp svissneskt ástand í samskipum Íslands og ESB. Þar sem umsókn er frosin hjá þeim, og óvíst að hún yrði virkjuð á næstu 5 til 10 árum. Á meðan mundi almenningur á Íslandi borga fyrir tafinar með hærra verðlagi, hærri vöxtum og lélegu gengi krónunar þann tíma sem ESB aðildarumsókn yrði í frosti. Ég er ekki vissum að þetta sé það sem íslendingar raunverulega vilja þegar á reynir.

Þjóðernisbólan sem er í gangi hérna á landi byggir fyrst og fremst á afneitun íslendinga á þeirri stöðu sem er komin upp á Íslandi. Sú afneitun gæti hinsvegar leyst sjálfan sig mjög fljótlega, enda virkar afneitun aðeins ákveðið lengi. Gildir þá einu hvort um er að ræða einstaklinga eða heilu þjóðfélögin. Sérstaklega í ljósi þess að málefnin í kringum hrunið þarf að gera upp.

Það er ennfremur orðið ljóst afhverju ESB umsókn var ekki til umræðu þegar Samfylkingin var í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum. Ingibjörg Sólrún hefur gefið umsóknina eftir og samþykkt að taka slíkt ekki fyrir árið 2007. Íslendingum til óheilla og vandræða, eins og við þekkjum öll í dag.

Fréttir af þessu máli.

Telur rétt að fresta ESB viðræðum (Rúv)
Frestur væri bestur á aðildarviðræðum (Vísir.is – Fréttablaðið)